Segir árás Jóns lítt dulbúna atlögu að Guðjóni Arnari 18. september 2008 12:03 Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, segir að árás Jóns Magnússonar og stuðningsmanna hans á sig, sé lítt dulbúin atlaga að formanni flokksins sem miði að því að koma Jóni Magnússyni í formannssæti. Það er nánast einsdæmi að miðstjórn í stjórnmálaflokki álykti gegn sitjandi þingmönnum eigin flokks eða forystu hans. Þetta gerðist hins vegar á miðstjórnarfundi Frjálslynda flokksins í Reykjavík á mánudag þegar Jón Magnússon, þingmaður flokksins, og stuðningsmenn hans fengu gegn vilja formanns flokksins, Guðjóns A Kristjánssonar, samþykkta ályktun sem segir að Kristinn H. Gunnarsson þingflokksformaður verði að láta af því embætti sínu. Kristinn bauð átta flóttakonur og börn þeirra frá Írak nýlega velkomin til landsins á heimasíðu sinni og fjallaði þar almennt um að Íslendingar ættu að taka vel á móti flóttamönnum. En það er í andstöðu við málfluting Jóns Magnússonar og Magnúsar Þórs hafsteinssonar, varaformanns flokksins, sem hafa mælt gegn móttöku flóttamanna og almennt haft uppi viðhorf sem túlkuð eru fjandsamleg útlendingum í landinu. Kristinn segir andstöðu Jóns Magnússonar og félaga vera lítt dulbúna atlögu að formanni flokksins. Það hafi byrjað með áskorun í síðustu viku á Sigurjón Þórðarson fyrrverandi þingmann flokksins um að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni á næsta landsfundi. Hann eigi hins vegar enga möguleika á að ná kjöri en á bakvið þetta allt sé annar maður sem hugsi sér til hreyfings. Miðað við þennan framgang á miðstjórnarfundinum sýnist honum Jón Magnússon vera hershöfðinginn yfir þessu liði eins og Kristinn orðar það. Kristinn man ekki eftir annarri eins atlögu að formanni flokks frá einum stofnana hans, og hefur þó verið í nokkrum flokkum. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, segir að árás Jóns Magnússonar og stuðningsmanna hans á sig, sé lítt dulbúin atlaga að formanni flokksins sem miði að því að koma Jóni Magnússyni í formannssæti. Það er nánast einsdæmi að miðstjórn í stjórnmálaflokki álykti gegn sitjandi þingmönnum eigin flokks eða forystu hans. Þetta gerðist hins vegar á miðstjórnarfundi Frjálslynda flokksins í Reykjavík á mánudag þegar Jón Magnússon, þingmaður flokksins, og stuðningsmenn hans fengu gegn vilja formanns flokksins, Guðjóns A Kristjánssonar, samþykkta ályktun sem segir að Kristinn H. Gunnarsson þingflokksformaður verði að láta af því embætti sínu. Kristinn bauð átta flóttakonur og börn þeirra frá Írak nýlega velkomin til landsins á heimasíðu sinni og fjallaði þar almennt um að Íslendingar ættu að taka vel á móti flóttamönnum. En það er í andstöðu við málfluting Jóns Magnússonar og Magnúsar Þórs hafsteinssonar, varaformanns flokksins, sem hafa mælt gegn móttöku flóttamanna og almennt haft uppi viðhorf sem túlkuð eru fjandsamleg útlendingum í landinu. Kristinn segir andstöðu Jóns Magnússonar og félaga vera lítt dulbúna atlögu að formanni flokksins. Það hafi byrjað með áskorun í síðustu viku á Sigurjón Þórðarson fyrrverandi þingmann flokksins um að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni á næsta landsfundi. Hann eigi hins vegar enga möguleika á að ná kjöri en á bakvið þetta allt sé annar maður sem hugsi sér til hreyfings. Miðað við þennan framgang á miðstjórnarfundinum sýnist honum Jón Magnússon vera hershöfðinginn yfir þessu liði eins og Kristinn orðar það. Kristinn man ekki eftir annarri eins atlögu að formanni flokks frá einum stofnana hans, og hefur þó verið í nokkrum flokkum.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira