Lífið

Geir Haarde fær stuðning og andbyr á Facebook

Mikið mæðir á Geir H. Haarde forsætisráðherra þessa dagana. Á Facebook hefur hópur aðdáenda ráðherrans opnað stuðningsmannasíðu þar sem fólki gefst kostur á að styðja við bakið á ráðherranum á þessum erfiðu tímum. 434 hafa skráð sig á síðuna. Þar má finna nokkra valinkunna einstaklinga úr íslensku þjóðlífi eins og Hemma Gunna, Jónínu Benediktsdóttur, Birgir leifur Hafþórsson, Ágústu Johnson, Helgu Möller og Hannes Hólmstein Gissurarson.

Hér má sjá stuðningssíðuna hans Geirs.

Á annarri síðu er yfirskriftin "Ekki meir Geir" og þar hafa 655 skráð sig. Hér er tengill á „Ekki meir Geir" og hér er önnur síða þar sem Geir er hvattur til að taka pokann sinn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.