Lífið

Logi og Glóð komin á kreik

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Börn á Tjarnarborg kynna sér slökkviliðsbilinn.
Börn á Tjarnarborg kynna sér slökkviliðsbilinn.

Logi og Glóð fara nú eins og eldur um sinu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða árlegt verkefni Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem gengur út á að kynna fimm ára gömlum börnum leikreglur varðandi reykskynjara, kertaljós og hvernig eiga að yfirgefa hús þegar eldur kemur upp.

Í morgun komu slökkviliðsmenn við í leikskólanum Tjarnarborg. Hulda Ásgeirsdóttir leikskólastjóri segir að heimsókn slökkviliðsmanna vekji alltaf jafn mikla lukku hjá börnunum. Börnin séu í um 40 mínútur hjá slökkviliðsmönnum og fái bók og heiðursskjal að því loknu.

Óttar Sigurðsson hjá slökkviliðinu segir að um sé að ræða mjög gefandi vinnu. Verkefnið taki sex vikur og fjórir menn hætti þá alveg á vötkum og fari í þrjá til fjóra leikskóla á dag. Allir slökkviliðsmenn komi þó að verkefninu að einhverju leyti. Óttar segir að verkefninu ljúki í desember.

Sérstakir aðstoðarmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðinu í verkefninu eru slökkviálfarnir Logi og Glóð, en þau eru jafnframt helsta auðkenni verkefnisins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.