Erlent

Arababandalagið þreytt á palestínumönnum

Óli Tynes skrifar
Ams Moussa, framkvæmdastjóri Arababandalagsins
Ams Moussa, framkvæmdastjóri Arababandalagsins

Framkvæmdastjóri Arababandalagsins segist vera öskureiður út í sundurlyndar palestinskar stjórnmálahreyfingar. Leiðtogar arabaríkja séu að ræða refsiaðgerðir gegn þeim.

Egyptar eru aðal málamiðlari milli palestinsku hópanna og hefur verið i viðræðum við þá. Það er undirbúningur undir samskonar viðræður við Fatah og Hamas hreyfingarnar, stærstu og öflugustu stjórnmálahreyfingar palestínumanna.

Amr Moussa, framkvæmdastjóri Arababandalagsins sagði á fundi með fréttamönnum í dag að hann væri mjög reiður við palestinsku hreyfingarnar fyrir þrjósku þeirra.

Þær væru til dæmis að rífast um ráðherraembætti í landi sem ekki væri til. „Við blekktum sjálfa okkur og töluðum um Palestinska ríkið. Það er ekki ríki fyrr en það hefur fengið full réttindi og viðurkenningu"








Fleiri fréttir

Sjá meira


×