Erlent

Ökumaður óskast -þarf að vera klikkaður

Óli Tynes skrifar
Mótorinn skilar 52.700 hestöflum.
Mótorinn skilar 52.700 hestöflum.

Ed Sadler langar til að setja hraðakstursmet. Núgildandi met er 1.227.9 kílómetrar. Sadler vill koma því upp í 1.287 kílómetra.

Í því skyni tók hann Lockheed F-104 orrustuþotu og skar af henni vængina. Hann setti undir hana hjól sem eiga að þola hraðann. Og geysiöflugt bremsukerfi.

Þotuhreyfillinn skilar 52.700 hestöflum enda gat orrustuþotan flogið með tvöföldum hljóðhraða.

Og nú leitar Ed Sadler að bílstjóra. Sá skal vera á aldrinum frá 18-40 ára. Hann á að hafa bæði flugpróf og bílpróf. Og hann þarf að eyða sand af seðlum.

Þotubíllinn drekkur nefnilega 300 lítra af eldsneyti á mínútu. Einn prufutúr á maskínunni í El Mirage í Kaliforníu kostar 20 þúsund dollara, eða um eina og hálfa milljón íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×