Viðskipti erlent

Bank of America kaupir Countrywide

Á að taka fasteignalán?
Á að taka fasteignalán?

Bank of America greindi frá því í dag að samningar hafi náðst um að hann kaupi fjármálafyrirtækið Countrywide, stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins, fyrir fjóra milljarða dala, jafnvirði 251 milljarð íslenskra króna. Kaupin eru sögð nauðlending Countrywide sem geti forðað því frá gjaldþroti, samkvæmt fréttastofu Associated Press.

Frétt um viðræður sem gætu leitt til kaupanna var fyrst birt í gær og rauk gengi bréfa í Countrywide upp um rúm 50 prósent í kjölfarið. Það hefur dalað nokkuð í dag, um rúm 10 prósent, á utanþingsmarkaði. 

Bank of America keypti hlut í fasteignalánafyrirtækin síðastliðið haust en hefur þurft að horfa upp á mikið gengistap á eigninni. Hæst fór gengi bréfa í Countrywide í rúma 45 dali á hlut í febrúar á síðasta ári en hefur lækkað mjög síðan þá, ekki síst eftir að vanskil jukust á bandarískum fasteignalánamarkaði síðasta sumar. Það stendur nú í rúmum 7,7 dölum á hlut.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×