Sport

Marion Jones í fangelsi

Jones þurfti að skila verðlaunum sínum frá ÓL í Sidney
Jones þurfti að skila verðlaunum sínum frá ÓL í Sidney

Bandaríska frjálsíþróttakonan Marion Jones hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir meinsæri, en hún laug því að hún hefði ekki notað steralyf þrátt fyrir að annað hefði komið á daginn.

Jones hefur þegar beðist afsökunar og skilað fimm Ólympíuverðlaunum sínum og það þótti verjendum hennar eiga að duga til að hún fengi skilorðsbundinn dóm eða stofufangelsi - en ekkert varð af því.

Jones var um tíma einn þekktasti íþróttamaður heimsins og vann gullverðlaun í 100, 200 og 4x400 metra hlaupi á ÓL í Sidney árið 2000. Sjarmi hennar og gott útlit vann henni sess í auglýsingum, en í nóvemer síðastliðnum viðurkenndi hún að hafa logið þegar hún neitaði að hafa notað stera í rannsókn sem gerð var árið 2003.

Hún viðurkenndi að hafa notað steralyf á tímabilinu frá september 2000 til júlí 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×