Krónan féll um 3,8 prósent
Gengi krónunnar féll um 3,8 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 186,8 stigum. Enginn erlendu gjaldmiðlanna hefur verið dýrari en í dag að undanskildum Bandaríkjadal sem hefur ekki verið dýrari síðan seint í mars fyrir rúmum sex árum. Bandaríkjadalur fór í rúmar 100 krónur í dag en endaði í 99,3 krónum. Þá kostar ein evra 142,9 krónur, eitt breskt pund 179,1 krónu og ein dönsk króna 19,1 íslenskar.