Innlent

Björgvin: Verið að verja fjármálalegan stöðugleika

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir ríkið munu reka Glitni af fullum krafti áfram og að starfsmenn og viðskiptavinir séu í öruggum höndum.

Í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 sagði Björgvin að þjóðnýting Glitnis væru dapurlegar fréttir fyrir hluthafa bankans en með aðgerðunum væri ríkiða verja fjármálalegan stöðugleika og viðskiptavini Glitnis. Verið væri að koma í veg fyrir að lög um innistæðutryggingar kæmu til framkvæmda. Þá sagði sagði hann Glitni fórnarlamb gríðarlega stórra atburða á alþjóðamörkuðum.

Aðspurður hvort aðrir bankar þyrftu á sams konar aðstoð sagðist Björgvin ekki telja það. Aðgerðin væri til þess að styrkja fjármálakerfið og önnur fjármálafyrirtæki í sessi. Hér hefði ríkið sýnt að það léti ekki banka fara í gjaldþrot með hörmulegum afleiðingum fyrir allan almenning.

Þá sagði Björgvin að kaup ríkisins á hlut í Glitni kæmu á endanum til kasta Alþingis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×