Innlent

Engar uppsagnir boðaðar á fundi með starfsmönnum Glitnis

Oddur Sigurðsson, varaformaður starfsmannafélags Glitnis, segir engar uppsagnir hafa verið boðaðar á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun í framhaldi af fréttum af því að ríkið eignaðist 75 prósenta hlut í Glitni.

„Það var bara verið að segja okkur að bankinn er orðinn í eigu ríkisins og að bankinn verði áfram rekinn í sinni mynd. Þá höldum við bara áfram," segir Oddur í samtali við Vísi og segir svartnættið ekki endalaust.

Hann segir þó að auðvitað séu starfsmenn slegnir en úr því að ríkið hafi ákveðið að koma til aðstoðar hljóti menn þar á bæ meta það svo að það borgi sig að reka bankann áfram. Aðspurður segir hann engar fyrirhugaðar uppsagnir hafa verið tilkynntar og ekkert sem bendi til þess. „Við erum bara keik eftir þennan fund," sagði Oddur enn fremur.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×