Vonar að Marsibil fylgi Óskari þegar upp er staðið 15. ágúst 2008 09:54 Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Óskar Bergsson hafi fylgt sannfæringu sinni þegar hann ákvað mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn í gær. Hann segir að afstaða Marsibil Sæmundardóttur sé harðari en hann átti von á. „Ég held að staðan í Reykjavík hafi verið að þróast í mjög slæman farveg hvað varðar fyrri meirihlutasamstarf. Sjálfstæðismenn kusu sjálfir að rjúfa það samstarf áður en lengra yrði haldið og þá var komin upp pattstaða í borginni því á Ólaf F. Magnússon er ekki hægt að treysta í meirihlutasamstarfi," segir Guðni. Hann segir ljóst að um blekkingar hafi verið að ræða í gær þegar sagt var að Ólafur hefði verið tilbúinn til að stíga til hliðar til þess að greiða götuna fyrir nýjum Tjarnarkvartett. „Óskar Bergsson fylgdi sannfæringu sinni í þessu máli og við þessa breytingu kemst á festa og öryggi sem er borginni mikilvægt." Aðspurður um aðkomu sína að málinu segir Guðni að hún verið lítil sem engin. „Óskar ræddi við mig á þriðjudag eða miðvikudag og greindi mér frá stöðu mála eins og hún var þá. Geir H. Haarde hafði einnig samband við mig þar sem hann fór yfir málin með mér eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. En Óskar hefur með sínu fólki ákveðið að fara þessa leið og hann tjáði mér að hann væri sannfærður um að enginn annar kostur væri í spilunum." Marsibil Sæmundardóttir, varamaður Óskars í borgarstjórn segir í Fréttablaðinu í dag að hún ætli sér ekki að styðja nýja meirihlutann í borginni. „Afstaða hennar er harðari en ég átti von á," segir Guðni og segist hafa vitað um hennar tilfinngar í málinu. „Ég taldi þó að Marsibil myndi fylgja Óskari og vona að hún geri það þegar upp er staðið og hún sér að sannfæring Óskars er byggð á samtölum sínum við sitt fólk og þá undarlegu stöðu sem uppi var í borginni," segir Guðni að lokum. Tengdar fréttir Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag. 15. ágúst 2008 08:11 Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum. 15. ágúst 2008 11:09 Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta. 15. ágúst 2008 11:30 Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun. 15. ágúst 2008 10:46 Össur: Lagt af stað með skip sem þarf ekki sker til að steyta á Skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnarinnar um nýjan meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. 15. ágúst 2008 10:13 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Óskar Bergsson hafi fylgt sannfæringu sinni þegar hann ákvað mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í borgarstjórn í gær. Hann segir að afstaða Marsibil Sæmundardóttur sé harðari en hann átti von á. „Ég held að staðan í Reykjavík hafi verið að þróast í mjög slæman farveg hvað varðar fyrri meirihlutasamstarf. Sjálfstæðismenn kusu sjálfir að rjúfa það samstarf áður en lengra yrði haldið og þá var komin upp pattstaða í borginni því á Ólaf F. Magnússon er ekki hægt að treysta í meirihlutasamstarfi," segir Guðni. Hann segir ljóst að um blekkingar hafi verið að ræða í gær þegar sagt var að Ólafur hefði verið tilbúinn til að stíga til hliðar til þess að greiða götuna fyrir nýjum Tjarnarkvartett. „Óskar Bergsson fylgdi sannfæringu sinni í þessu máli og við þessa breytingu kemst á festa og öryggi sem er borginni mikilvægt." Aðspurður um aðkomu sína að málinu segir Guðni að hún verið lítil sem engin. „Óskar ræddi við mig á þriðjudag eða miðvikudag og greindi mér frá stöðu mála eins og hún var þá. Geir H. Haarde hafði einnig samband við mig þar sem hann fór yfir málin með mér eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. En Óskar hefur með sínu fólki ákveðið að fara þessa leið og hann tjáði mér að hann væri sannfærður um að enginn annar kostur væri í spilunum." Marsibil Sæmundardóttir, varamaður Óskars í borgarstjórn segir í Fréttablaðinu í dag að hún ætli sér ekki að styðja nýja meirihlutann í borginni. „Afstaða hennar er harðari en ég átti von á," segir Guðni og segist hafa vitað um hennar tilfinngar í málinu. „Ég taldi þó að Marsibil myndi fylgja Óskari og vona að hún geri það þegar upp er staðið og hún sér að sannfæring Óskars er byggð á samtölum sínum við sitt fólk og þá undarlegu stöðu sem uppi var í borginni," segir Guðni að lokum.
Tengdar fréttir Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag. 15. ágúst 2008 08:11 Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum. 15. ágúst 2008 11:09 Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta. 15. ágúst 2008 11:30 Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun. 15. ágúst 2008 10:46 Össur: Lagt af stað með skip sem þarf ekki sker til að steyta á Skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnarinnar um nýjan meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. 15. ágúst 2008 10:13 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Sama staða og hjá fráfarandi meirihluta Marsilbil Sæmundardóttir, annar maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, styður ekki meirihluta flokksins og Sjálfstæðisflokksins sem myndaður var í gærkvöld. Þetta segir hún í samtali við Fréttablaðið í dag. 15. ágúst 2008 08:11
Marsibil: Óskar er ógeðslega fúll út í mig Marsibil Sæmundardóttir, sem er önnur á lista Framsóknarflokks í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki getað hugsað sé að starfa með núverandi borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks í nýjum meirihluta. Það skýri þá ákvörðun hennar að starfa ekki með meirihlutanum. 15. ágúst 2008 11:09
Annar varamaður Framsóknar ekki í Framsókn Ásrún Kristjánsdóttir hönnuður sem, skipaði 4. sæti á lista Framsóknarflokksins í seinustu borgarstjórnarkosningum, er ekki lengur í flokknum. Marsibil Sæmundsdóttir, varaborgarfulltrúi, styður ekki nýjan meirihluta. 15. ágúst 2008 11:30
Óskar staðfestir að Marsibil styðji ekki nýja meirihlutann Marsibil Sæmundardóttir, sem er varaborgarfulltrúi fyrir Óskar Bergsson í Framsóknarflokknum, mun ekki starfa með nýmynduðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Þetta kom í ljós eftir samtal Óskars og Marsibil í morgun. 15. ágúst 2008 10:46
Össur: Lagt af stað með skip sem þarf ekki sker til að steyta á Skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnarinnar um nýjan meirihluta framsóknarmanna og sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg. 15. ágúst 2008 10:13