Íþyngjandi að mega ekki beita ofbeldi Drífa Snædal skrifar 9. ágúst 2008 07:58 Umræðan Kynferðisafbrot Það þykir of íþyngjandi fyrir mann sem hefur beitt sambýliskonu sína hroðalegu andlegu, kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi í þrjú ár að mega ekki hafa samband við hana áfram. Það er of mikil skerðing á hans frelsi að mega ekki setja sig í samband við hana, veita henni eftirför eða koma nær heimili hennar en 50 metra. Hann beitti hana ofbeldi í þrjú ár, barði hana, nauðgaði henni og veitti öðrum körlum aðgang að henni gegn hennar vilja. Hún var of hrædd við hann til að streitast á móti. Hún þurfti aðstoð lögreglu til að komast frá honum og sótti í Kvennaathvarfið. Hún þorði ekki ein að sækja eigur sínar á heimili þeirra, heldur fékk lögregluna í lið með sér. Hún þorði ekki að kæra hann en málið þótti svo alvarlegt að opinber kæra var lögð fram engu síður. Eftir að maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur var hann settur í nálgunarbann í hálft ár þrátt fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari hefði ekki þá séð tilefni til nálgunarbanns. Hinir tveir dómararnir, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson, staðfestu nálgunarbann í hálft ár. Hinn 7. ágúst síðastliðinn dæmdu Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson að ekki þætti ástæða til að framlengja nálgunarbannið - maðurinn hafði nefnilega virt bannið hingað til AÐ MESTU. Páll Hreinsson skilaði sératkvæði í dómnum og vildi framlengja nálgunarbannið um þrjá mánuði eins og lögreglan lagði til. Áhugavert er að velta upp þeirri spurningu hvenær Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari telur ástæðu til að beita nálgunarbanni. Hvenær er réttlætanlegt að taka öryggi og hagsmuni fórnarlamba ofbeldis fram yfir rétt ofbeldismanna til að setja sig í samband við, veita eftirför og koma að heimili fórnarlamba sinna? Hvenær er tilefni til að "kerfið" verndi konur gegn kynbundnu ofbeldi? Eftir nýfallinn dóm er nálgunarbannsúrræðið gert að engu. Það er sennilega vandfundið annað eins tilefni til að beita því. Sumum í réttarkerfinu finnst ekki tilefni til að beita kerfinu til að vernda konur sem verða fyrir ofbeldi - við erum ekki komin lengra en svo í jafnréttisbaráttunni.Höfundur er framkvæmdastýra Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Umræðan Kynferðisafbrot Það þykir of íþyngjandi fyrir mann sem hefur beitt sambýliskonu sína hroðalegu andlegu, kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi í þrjú ár að mega ekki hafa samband við hana áfram. Það er of mikil skerðing á hans frelsi að mega ekki setja sig í samband við hana, veita henni eftirför eða koma nær heimili hennar en 50 metra. Hann beitti hana ofbeldi í þrjú ár, barði hana, nauðgaði henni og veitti öðrum körlum aðgang að henni gegn hennar vilja. Hún var of hrædd við hann til að streitast á móti. Hún þurfti aðstoð lögreglu til að komast frá honum og sótti í Kvennaathvarfið. Hún þorði ekki ein að sækja eigur sínar á heimili þeirra, heldur fékk lögregluna í lið með sér. Hún þorði ekki að kæra hann en málið þótti svo alvarlegt að opinber kæra var lögð fram engu síður. Eftir að maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur var hann settur í nálgunarbann í hálft ár þrátt fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari hefði ekki þá séð tilefni til nálgunarbanns. Hinir tveir dómararnir, Hjördís Hákonardóttir og Páll Hreinsson, staðfestu nálgunarbann í hálft ár. Hinn 7. ágúst síðastliðinn dæmdu Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson að ekki þætti ástæða til að framlengja nálgunarbannið - maðurinn hafði nefnilega virt bannið hingað til AÐ MESTU. Páll Hreinsson skilaði sératkvæði í dómnum og vildi framlengja nálgunarbannið um þrjá mánuði eins og lögreglan lagði til. Áhugavert er að velta upp þeirri spurningu hvenær Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari telur ástæðu til að beita nálgunarbanni. Hvenær er réttlætanlegt að taka öryggi og hagsmuni fórnarlamba ofbeldis fram yfir rétt ofbeldismanna til að setja sig í samband við, veita eftirför og koma að heimili fórnarlamba sinna? Hvenær er tilefni til að "kerfið" verndi konur gegn kynbundnu ofbeldi? Eftir nýfallinn dóm er nálgunarbannsúrræðið gert að engu. Það er sennilega vandfundið annað eins tilefni til að beita því. Sumum í réttarkerfinu finnst ekki tilefni til að beita kerfinu til að vernda konur sem verða fyrir ofbeldi - við erum ekki komin lengra en svo í jafnréttisbaráttunni.Höfundur er framkvæmdastýra Vinstri grænna.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun