Formúla 1

Hamilton: Trúi því ég verði meistari

Hamilton, Massa og Raikkönen voru á verðlaunapalli í Sjanghæ.
Hamilton, Massa og Raikkönen voru á verðlaunapalli í Sjanghæ. Mynd: Getty Images

Lewis Hamilton og McLare höfðu yfirburði í mótinu í Singapúr og hefur trú á því að honum takist að landa titilinum í lokamótinu eftir tvær vikur.

"Bíllinn var afbragðsgóður og undirbúningur liðsins skóp sigurinn. Liðsheildin gerði það að verkum að við færðumst nær titilinum", sagði Hamilton eftir keppnina í dag.

"Ég náði góðri ræsingu og jók forskotið smám saman. Dekkin reyndust þolgóð og eftir síðara þjónustuhléið gat ég ekið af mikilli yfirvegun. Ég gætti þess svo að halda einbeitingu. Þetta mót var góður áfangi að meistaratitilnum, draumi mínum og draumi liðsins."

Ef Massa vinnur lokamótið í Brasilíu þá nægir Hamilton fimmta sæti til að verða meistari í keppni ökumanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×