Ekki verið að rannsaka neitt, segir Davíð 18. nóvember 2008 12:14 Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir Seðlabankann krefjast þess að opinber rannsókn með aðkomu erlendra sérfræðinga fari fram á aðdragana bankahrunsins. Nú sé ekki verið að rannsaka neitt og almenningur fái því ekki að vita hvað gerðist í raun og veru. Hann segir ríkisstjórn, Fjármálaeftirlit og bankana ekki hafa sinnt viðvörunum Seðlabankans. Davíð Oddsson seðlabankastjóri ávarpaði fund Viðskiptaráðs í morgun og óhætt er að segja að hann hafi skotið föstum skotum í allar áttir og haldið uppi beinskeyttum vörunum fyrir hlutverk Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Hann sagði október að öllu jöfnu ekki vera uppskerutíma en hann hafi verið það nú. „Og uppskeran var ömurleg, mygluð og úr sér gengin, en var þó að mestu eins og sáð hafði verið til. Þið takið eftir því að ég segi að uppskeran hafi að mestu verið eins og sáð var til, því jarðvegur og veðurskilyrði, sem sáðmaður ræður litlu um, voru að þessu sinni ekki til þess fallin að draga úr þeim skaða sem fyrirhyggjuleysi sáðmanna olli," sagði Davíð. Nú væri uppskeran í húsi og margir reiðir og skyldi engan undra. Davíð sagði fjármálaeftirlitið hafa verið tekið með lögum af Seðlabankanum árið 1998. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar haft víðtækar heimildir til að grípa inn í hjá bönkunum, en ekki gert það. Nú væri mikil eftirspurn eftir sökudólgum en framboð lítið þótt þeirra væri helst leitað í Seðlabankanum, sem ekki hefði þessar víðtæku heimildir. „Þeir sem kynda undir árásum á Seðlabankann eiga flestir að vita betur og hafa þeir því viljandi litið fram hjá þessum meginatriðum. Er það ljótur leikur, sem ekki hefði tekist ef skynsamleg skipan hefði komist á eignarhald fjölmiðla í þessu landi." Davíð sagði Seðlabankann ítrekað hafa varað bankana og stjórnvöld við yfirvofandi hættu í bankakerfinu, bæði á opinberum vettvangi sem og á fundum með formönnum stjórnarflokkanna, öðrum ráðherrum og forráðamönnum bankanna og Fjármálaeftirlitinu. Ríkisstjórninni hafi verið flutt ítarleg skýrsla bankans í febrúar, eftir að erlendir matsaðilar og forráðamenn erlendra banka hafi varað við hruninu. „Það þarf að rannsaka allt, er sagt núna og það þarf að velta við hverjum steini. En það er ekki verið að rannsaka neitt og það sem verra er, það er ekki verið að upplýsa almenning um eitt eða neitt. Seðlabankinn óskar eindregið eftir því að hlutur hans í aðdraganda bankahrunsins verði rannsakaður til fulls og það verði gert sem allra fyrst og fengnir til þess færustu erlendir sérfræðingar. Seðlabankinn kvíðir ekki þeirri rannsókn. Verði niðurstaðan hins vegar sú, að hann hafi brugðist, þarf engan bankastjóra að reka, a.m.k. ekki þann sem hér stendur, hann mun fara án nokkurrar tafar og án nokkurra eftirmála. Ég ítreka að Seðlabankanum finnst ekki aðeins æskilegt að þáttur hans verði rannsakaður, hann beinlínis krefst þess vegna þeirra ásakana sem uppi hafa verið hafðar, jafnvel af ábyrgum aðilum. Þá verður fróðlegt að sjá hvort margir aðrir aðilar hafi hreinni skjöld en Seðlabankinn í þeim efnum," sagði Davíð enn fremur. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir Seðlabankann krefjast þess að opinber rannsókn með aðkomu erlendra sérfræðinga fari fram á aðdragana bankahrunsins. Nú sé ekki verið að rannsaka neitt og almenningur fái því ekki að vita hvað gerðist í raun og veru. Hann segir ríkisstjórn, Fjármálaeftirlit og bankana ekki hafa sinnt viðvörunum Seðlabankans. Davíð Oddsson seðlabankastjóri ávarpaði fund Viðskiptaráðs í morgun og óhætt er að segja að hann hafi skotið föstum skotum í allar áttir og haldið uppi beinskeyttum vörunum fyrir hlutverk Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Hann sagði október að öllu jöfnu ekki vera uppskerutíma en hann hafi verið það nú. „Og uppskeran var ömurleg, mygluð og úr sér gengin, en var þó að mestu eins og sáð hafði verið til. Þið takið eftir því að ég segi að uppskeran hafi að mestu verið eins og sáð var til, því jarðvegur og veðurskilyrði, sem sáðmaður ræður litlu um, voru að þessu sinni ekki til þess fallin að draga úr þeim skaða sem fyrirhyggjuleysi sáðmanna olli," sagði Davíð. Nú væri uppskeran í húsi og margir reiðir og skyldi engan undra. Davíð sagði fjármálaeftirlitið hafa verið tekið með lögum af Seðlabankanum árið 1998. Fjármálaeftirlitið hafi hins vegar haft víðtækar heimildir til að grípa inn í hjá bönkunum, en ekki gert það. Nú væri mikil eftirspurn eftir sökudólgum en framboð lítið þótt þeirra væri helst leitað í Seðlabankanum, sem ekki hefði þessar víðtæku heimildir. „Þeir sem kynda undir árásum á Seðlabankann eiga flestir að vita betur og hafa þeir því viljandi litið fram hjá þessum meginatriðum. Er það ljótur leikur, sem ekki hefði tekist ef skynsamleg skipan hefði komist á eignarhald fjölmiðla í þessu landi." Davíð sagði Seðlabankann ítrekað hafa varað bankana og stjórnvöld við yfirvofandi hættu í bankakerfinu, bæði á opinberum vettvangi sem og á fundum með formönnum stjórnarflokkanna, öðrum ráðherrum og forráðamönnum bankanna og Fjármálaeftirlitinu. Ríkisstjórninni hafi verið flutt ítarleg skýrsla bankans í febrúar, eftir að erlendir matsaðilar og forráðamenn erlendra banka hafi varað við hruninu. „Það þarf að rannsaka allt, er sagt núna og það þarf að velta við hverjum steini. En það er ekki verið að rannsaka neitt og það sem verra er, það er ekki verið að upplýsa almenning um eitt eða neitt. Seðlabankinn óskar eindregið eftir því að hlutur hans í aðdraganda bankahrunsins verði rannsakaður til fulls og það verði gert sem allra fyrst og fengnir til þess færustu erlendir sérfræðingar. Seðlabankinn kvíðir ekki þeirri rannsókn. Verði niðurstaðan hins vegar sú, að hann hafi brugðist, þarf engan bankastjóra að reka, a.m.k. ekki þann sem hér stendur, hann mun fara án nokkurrar tafar og án nokkurra eftirmála. Ég ítreka að Seðlabankanum finnst ekki aðeins æskilegt að þáttur hans verði rannsakaður, hann beinlínis krefst þess vegna þeirra ásakana sem uppi hafa verið hafðar, jafnvel af ábyrgum aðilum. Þá verður fróðlegt að sjá hvort margir aðrir aðilar hafi hreinni skjöld en Seðlabankinn í þeim efnum," sagði Davíð enn fremur.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira