Lífið

Spaugstofan leitar enn að Árna Mathiesen

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Spaugstofan leitar en hefur ekki fundið fjármálaráðherrann.
Spaugstofan leitar en hefur ekki fundið fjármálaráðherrann.

Spaugstofumenn gerðu mikla leit að Árna Mathiesen fjármálaráðherra síðasta laugardag, en hafa enn ekki fundið hann. Sölvi Tryggvason er fundvísari en spaugstofumenn, því Árni sat fyrir svörum hjá honum í Íslandi í dag í gær. Þar sagði Árni raunar að sér hefði fundist að spaugstofumenn hefðu átt að bjóða honum gestahlutverk í síðasta þætti.

Karl Ágúst Úlfsson spaugstofumaður segir að vel komi til greina að bjóða Árna í næsta þátt. „Já, það er aldrei að vita ef við finnum hann, en það hefur reynst svolítið erfitt," segir Karl Ágúst. Hann segir að leitinni verði haldið áfram því að ýmsu sé enn ósvarað.

Aðspurður segir Karl Ágúst að ástandið í samfélaginu sé eins og við megi búast. „Ennþá hafa ekki fundist önnur ráð en að láta þjóðina borga. Einhvern veginn er nú hugmyndaflugið ekki meira en það í þessari stjórnsýslu okkar," segir Karl Ágúst. Hann segir að Spaugstofan muni reyna að gera ástandinu sín skil áfram. „Ég vona að við fáum bæði leyfi til þess og stuðning," segir Karl Ágúst.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.