„Þetta er bara ekki rétt. Við getum sýnt fram á að við stóðum í skilum með okkar greiðslur," sagði Sigurður H. Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.
Körfuknattleiksmaðurinn Damon Bailey hélt því fram í viðtali við Vísi í dag að engin gögn sé að finna um að skattur hafi verið greiddur af launum hans þau fjögur ár sem hann hafi verið hér á landi. Á þeim tíma hefur hann verið á mála hjá fjórum íslenskum félagsliðum, þeirra á meðal Njarðvík.
„Við erum með allt okkar á þurru og erum með kvittanir fyrir því að skattar og önnur launatengd gjöld hafi verið greidd í hans tilviki eins og er varðar alla erlenda leikmenn sem hafa verið hjá okkur."
Sigurður sagði enn fremur að Bailey hafi ekki skilað inn skattframtali þó svo að það hafi verið margrætt við hann.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)