Ný þöggunarstefna? Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 18. nóvember 2008 00:01 Skyndilega er farið að glitta í þöggunarstefnu í umræðunni um Ísland og Evrópu. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákveður að efna til vinnu á vegum nefndar sem skoðar stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu, þá bregst annar ritstjóra Fréttablaðsins, Jón Kaldal, svo við að hann nefnir það fum og máttleysi. Hans sjónarmið er greinilega það að umræða um Evrópumálin eigi ekki að fara fram með lýðræðislegum og opnum hætti. Er það til marks um máttleysi þegar hrint er af stað skipulegri vinnu við endurmat á stefnu Sjálfstæðisflokksins í stóru máli? Er það til marks um fum að á landsfundi flokksins í ársbyrjun verði tekin afstaða til þessa máls eftir að það hafi verið skoðað og rætt opinskátt í nýju ljósi? Auðvitað ekki. Jón Kaldal aðhyllist bersýnilega einhvers konar þöggunarstefnu. Honum finnst greinilega ekki að lýðræðislegur stjórnmálaflokkur eigi að virkja flokksmenn sína í opinni umræðu um mikilvæg mál, þar sem málin eru rædd á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Það finnst honum máttlaust. Honum finnst þetta óttalegt fum. Sannleikurinn er sá að innan Sjálfstæðisflokksins hafa löngum farið fram miklar og kraftmiklar umræður um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Okkar forystumenn hafa alla tíð verið í forystu þeirrar umræðu. Það var á grundvelli slíkrar umræðu sem flokkurinn hafði forystu um EES-samninginn, ásamt Alþýðuflokknum. Snemma árs 2007 lauk stefnumótun nefndar í Evrópumálum, sem allir stjórnmálaflokkar komu að og þáverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, hafði forystu um. Núverandi ríkisstjórn hefur síðan skipað Evrópumálunum í tiltekinn farveg undir forystu tveggja öflugra þingmanna. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið virkur þátttakandi í umræðunni um stöðu Íslands í evrópsku samhengi. Við höfum ekki staðið í vegi fyrir slíkri umræðu. Þvert á móti. Við höfum hvatt til hennar, við höfum tekið þátt í henni og sett fram sjónarmið okkar. Og við teljum nauðsynlegt að þessari umræðu vindi fram. Og nú í breyttri heimsmynd og vegna nýrrar stöðu okkar í ljósi fjármálakreppunnar, ákveður Sjálfstæðisflokkurinn að skoða þessi mál vegna gjörbreyttra aðstæðna. Við slíkt endurmat er það grundvallaratriði að fram fari lýðræðislegar opnar umræður. Þannig vinnur Sjálfstæðisflokkurinn og lætur tilraunir til þöggunar ekki trufla sig. Við slíkt endurmat þarf að skoða stöðu okkar í víðu ljósi, en ekki út frá því þrönga sjónarhorni sem allt of mikið hefur einkennt Evrópuumræðuna upp á síðkastið og hefur til dæmis nær einokað leiðaraskrif Fréttablaðsins um þessi mál upp á síðkastið. Höfundur er sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Skyndilega er farið að glitta í þöggunarstefnu í umræðunni um Ísland og Evrópu. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákveður að efna til vinnu á vegum nefndar sem skoðar stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu, þá bregst annar ritstjóra Fréttablaðsins, Jón Kaldal, svo við að hann nefnir það fum og máttleysi. Hans sjónarmið er greinilega það að umræða um Evrópumálin eigi ekki að fara fram með lýðræðislegum og opnum hætti. Er það til marks um máttleysi þegar hrint er af stað skipulegri vinnu við endurmat á stefnu Sjálfstæðisflokksins í stóru máli? Er það til marks um fum að á landsfundi flokksins í ársbyrjun verði tekin afstaða til þessa máls eftir að það hafi verið skoðað og rætt opinskátt í nýju ljósi? Auðvitað ekki. Jón Kaldal aðhyllist bersýnilega einhvers konar þöggunarstefnu. Honum finnst greinilega ekki að lýðræðislegur stjórnmálaflokkur eigi að virkja flokksmenn sína í opinni umræðu um mikilvæg mál, þar sem málin eru rædd á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Það finnst honum máttlaust. Honum finnst þetta óttalegt fum. Sannleikurinn er sá að innan Sjálfstæðisflokksins hafa löngum farið fram miklar og kraftmiklar umræður um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Okkar forystumenn hafa alla tíð verið í forystu þeirrar umræðu. Það var á grundvelli slíkrar umræðu sem flokkurinn hafði forystu um EES-samninginn, ásamt Alþýðuflokknum. Snemma árs 2007 lauk stefnumótun nefndar í Evrópumálum, sem allir stjórnmálaflokkar komu að og þáverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, hafði forystu um. Núverandi ríkisstjórn hefur síðan skipað Evrópumálunum í tiltekinn farveg undir forystu tveggja öflugra þingmanna. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið virkur þátttakandi í umræðunni um stöðu Íslands í evrópsku samhengi. Við höfum ekki staðið í vegi fyrir slíkri umræðu. Þvert á móti. Við höfum hvatt til hennar, við höfum tekið þátt í henni og sett fram sjónarmið okkar. Og við teljum nauðsynlegt að þessari umræðu vindi fram. Og nú í breyttri heimsmynd og vegna nýrrar stöðu okkar í ljósi fjármálakreppunnar, ákveður Sjálfstæðisflokkurinn að skoða þessi mál vegna gjörbreyttra aðstæðna. Við slíkt endurmat er það grundvallaratriði að fram fari lýðræðislegar opnar umræður. Þannig vinnur Sjálfstæðisflokkurinn og lætur tilraunir til þöggunar ekki trufla sig. Við slíkt endurmat þarf að skoða stöðu okkar í víðu ljósi, en ekki út frá því þrönga sjónarhorni sem allt of mikið hefur einkennt Evrópuumræðuna upp á síðkastið og hefur til dæmis nær einokað leiðaraskrif Fréttablaðsins um þessi mál upp á síðkastið. Höfundur er sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun