Heiftarleg átök í Framsókn Björgvin Guðmundsson skrifar 20. janúar 2008 00:01 Bókin um Guðna fyrrverandi ráðherra sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar er mjög athyglisverð. Hún er vel rituð, lýsir vel uppvexti Guðna Ágústssonar og harðri lífsbaráttu föður hans, Ágústs Þorvaldssonar, sem átti oft ekkert að borða þegar hann var að alast upp. Bókin lýsir því vel hve stutt er síðan alþýðufólk á Íslandi átti við sára fátækt að stríða. En athyglisverðast er þó að lesa í bókinni um hin heiftarlegu átök í Framsóknarflokknum. Menn vissu að ágreiningur innan Framsóknar var mikill en menn höfðu ekki ímyndunarafl til þess að reikna með slíkum heiftarátökum og bókin lýsir. Svo virðist sem ein aðalástæða átakanna innan Framsóknar hafi verið einræðistilburðir Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins. Hann vildi ráða öllu í flokknum, stefnunni, hverjir væru ráðherrar og hver tæki við sem formaður, þegar hann hætti. Þetta foringjaræði í Framsóknarflokknum er ekki einstakt. Það hefur tíðkast í fleiri flokkum og er mikill blettur á lýðræðisþróun íslenskra stjórnmála. Guðni lýsir því vel í bókinni hvernig Halldór vildi ekki aðeins ráða því hver tæki við formennsku í Framsókn, þegar hann hyrfi úr formannsstólnum heldur vildi hann einnig ráða því hver yrði varaformaður og hann gerði kröfu til þess að Guðni hyrfi úr forustunni um leið og hann. Guðni segir í bókinni að Halldór gæti ráðið því hvenær hann hætti sjálfur í stjórnmálum en hann gæti ekki ráðið því hvenær Guðni hætti. Auðvitað er það mjög undarlegt að Halldór skyldi leggja ofurkapp á það að draga Guðna með sér út úr pólitíkinni um leið og hann ákvæði sjálfur að hætta. Halldór var orðinn óvinsæll og búinn að fara illa með Framsókn á löngu samstarfi við íhaldið en Guðni var vinsæll og sterkur í sínu kjördæmi og gat því haldið lengi áfram enn í pólitík. Þegar Halldór ákvað að hætta sem formaður Framsóknarflokksins átti varaformaðurinn að sjálfsögðu að taka við formennsku, samkvæmt lögum flokksins. En Halldór gat ekki hugsað sér að Guðni yrði formaður.( Halldór studdi ekki Guðna sem varaformann). Lýðræðisreglur voru sniðgengnar og farið að leita að einhverjum manni út í bæ til þess að taka við formennsku flokksins. Fyrst var meiningin að fá Finn Ingólfsson til þess að taka við formennskunnni en ekki náðist samstaða um hann. Síðan var Jón Sigurðsson valinn og var hann kosinn formaður. Enginn í þingflokki Framsóknar kom til greina að áliti Halldórs. Ég tel,að þar hafi verið mjög hæfir menn sem hefðu getað tekið við formennsku í flokknum: Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jónína Bjartmars. En af einhverjum ástæðum taldi fráfarandi formaður þetta fólk ekki koma til greina. Guðni Ágústsson fjallar ítarlega um formannsslaginn. Það er fróðleg lesning og lýsir vel baktjaldamakki og heiftarlegum átökum í stjórnmálaflokki. Jón Sigurðsson gegndi ekki formannsembættinu nema rétt fram yfir kosningar. Þá sagði hann af sér og varaformaðurinn, Guðni Ágústsson,tók við formennsku. Þá var loks búið að uppfylla þær lýðræðisreglur, sem hefði að réttu átt að gera strax og Halldór sagði af sér. Frásögn Guðna af valdabaráttunni í Framsókn leiðir hugann að lýðræðinu í íslenskum stjórnmálaflokkum eða öllu heldur að foringjaræðinu. Það er kominn tími til þess að foringjaræðið verði afnumið og lýðræði taki við. Þó einhver sé kosinn formaður í stjórnmálaflokki á hann ekki að fá neitt alræðisvald. Formaður á ekki að ráða því hverjir verða ráðherrar. Þingflokkur eða flokksstjórn á að ráða því og ekki til málamynda heldur í raun. Formaður á heldur ekki að ráða stefnu flokksins. Það eru flokksþing og flokksstjórnir og flokksfélögin,sem eiga að marka stefnuna og ákveða hana.Því fyrr sem flokksforingjar átta sig á þessu því betra. Það á að ríkja lýðræði í flokkunum en ekki foringjaræði. Bókin Guðni,af lífi og sál er góð bók. Ég mæli hiklaust með henni. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Sjá meira
Bókin um Guðna fyrrverandi ráðherra sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar er mjög athyglisverð. Hún er vel rituð, lýsir vel uppvexti Guðna Ágústssonar og harðri lífsbaráttu föður hans, Ágústs Þorvaldssonar, sem átti oft ekkert að borða þegar hann var að alast upp. Bókin lýsir því vel hve stutt er síðan alþýðufólk á Íslandi átti við sára fátækt að stríða. En athyglisverðast er þó að lesa í bókinni um hin heiftarlegu átök í Framsóknarflokknum. Menn vissu að ágreiningur innan Framsóknar var mikill en menn höfðu ekki ímyndunarafl til þess að reikna með slíkum heiftarátökum og bókin lýsir. Svo virðist sem ein aðalástæða átakanna innan Framsóknar hafi verið einræðistilburðir Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins. Hann vildi ráða öllu í flokknum, stefnunni, hverjir væru ráðherrar og hver tæki við sem formaður, þegar hann hætti. Þetta foringjaræði í Framsóknarflokknum er ekki einstakt. Það hefur tíðkast í fleiri flokkum og er mikill blettur á lýðræðisþróun íslenskra stjórnmála. Guðni lýsir því vel í bókinni hvernig Halldór vildi ekki aðeins ráða því hver tæki við formennsku í Framsókn, þegar hann hyrfi úr formannsstólnum heldur vildi hann einnig ráða því hver yrði varaformaður og hann gerði kröfu til þess að Guðni hyrfi úr forustunni um leið og hann. Guðni segir í bókinni að Halldór gæti ráðið því hvenær hann hætti sjálfur í stjórnmálum en hann gæti ekki ráðið því hvenær Guðni hætti. Auðvitað er það mjög undarlegt að Halldór skyldi leggja ofurkapp á það að draga Guðna með sér út úr pólitíkinni um leið og hann ákvæði sjálfur að hætta. Halldór var orðinn óvinsæll og búinn að fara illa með Framsókn á löngu samstarfi við íhaldið en Guðni var vinsæll og sterkur í sínu kjördæmi og gat því haldið lengi áfram enn í pólitík. Þegar Halldór ákvað að hætta sem formaður Framsóknarflokksins átti varaformaðurinn að sjálfsögðu að taka við formennsku, samkvæmt lögum flokksins. En Halldór gat ekki hugsað sér að Guðni yrði formaður.( Halldór studdi ekki Guðna sem varaformann). Lýðræðisreglur voru sniðgengnar og farið að leita að einhverjum manni út í bæ til þess að taka við formennsku flokksins. Fyrst var meiningin að fá Finn Ingólfsson til þess að taka við formennskunnni en ekki náðist samstaða um hann. Síðan var Jón Sigurðsson valinn og var hann kosinn formaður. Enginn í þingflokki Framsóknar kom til greina að áliti Halldórs. Ég tel,að þar hafi verið mjög hæfir menn sem hefðu getað tekið við formennsku í flokknum: Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jónína Bjartmars. En af einhverjum ástæðum taldi fráfarandi formaður þetta fólk ekki koma til greina. Guðni Ágústsson fjallar ítarlega um formannsslaginn. Það er fróðleg lesning og lýsir vel baktjaldamakki og heiftarlegum átökum í stjórnmálaflokki. Jón Sigurðsson gegndi ekki formannsembættinu nema rétt fram yfir kosningar. Þá sagði hann af sér og varaformaðurinn, Guðni Ágústsson,tók við formennsku. Þá var loks búið að uppfylla þær lýðræðisreglur, sem hefði að réttu átt að gera strax og Halldór sagði af sér. Frásögn Guðna af valdabaráttunni í Framsókn leiðir hugann að lýðræðinu í íslenskum stjórnmálaflokkum eða öllu heldur að foringjaræðinu. Það er kominn tími til þess að foringjaræðið verði afnumið og lýðræði taki við. Þó einhver sé kosinn formaður í stjórnmálaflokki á hann ekki að fá neitt alræðisvald. Formaður á ekki að ráða því hverjir verða ráðherrar. Þingflokkur eða flokksstjórn á að ráða því og ekki til málamynda heldur í raun. Formaður á heldur ekki að ráða stefnu flokksins. Það eru flokksþing og flokksstjórnir og flokksfélögin,sem eiga að marka stefnuna og ákveða hana.Því fyrr sem flokksforingjar átta sig á þessu því betra. Það á að ríkja lýðræði í flokkunum en ekki foringjaræði. Bókin Guðni,af lífi og sál er góð bók. Ég mæli hiklaust með henni. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar