Verkafólk og aldraðir þurfa kjarabætur 3. október 2008 05:30 Kjarasamningar eru í uppnámi. Forsendur þeirra eru brostnar vegna mikillar verðbólgu. Samningar verða lausir í byrjun næsta árs og verða ekki framlengdir nema til komi verulegar kjarabætur. Verðbólgan hefur étið upp allar kjarabætur samninganna frá því í febrúar sl. Kjaraskerðing verkafólks sl. 12 mánuði er 5%. Örlitlar þreifingar hafa verið milli verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar um ástand efnahags- og kjaramála. Það hefur ekkert komið út úr þeim þreifingum. ASÍ og SA hafa einnig rætt saman en fundir þessara aðila hafa verið líkastir óformlegum fundum. Sú hugmynd svífur yfir vötnunum að gera þyrfti einhvers konar þjóðarsátt um efnahags- og kjaramál nú en ekki virðist að mínu mati grundvöllur fyrir henni. Verkalýðshreyfingin er ekki tilbúin til þess að taka á sig kjaraskerðingu. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var mjög harðorður eftir að Orkuveitan hækkaði gjaldskrá sína um 9,7% fyrir skömmu. Hann sagði, að þessi hækkun væri bein ávísun á jafn mikla kauphækkun verkafólks. Sama segja verkalýðsforingjar um kauphækkun ljósmæðra. Þær fengu 21% kauphækkun í nýgerðum kjarasamningum. Verkalýðsforingjarnir segja, að með þeim samningum hafi verið sett fordæmi fyrir kauphækkun væntanlegra samninga. Verkafólk fái kauphækkun eða ígildi hennarLjóst er, að annaðhvort verður verkafólk að fá talsverða beina kauphækkun eða þá að ríkisstjórnin verður að gera ráðstafanir, sem jafngilda verulegum kauphækkunum. Þar kemur margt til greina, svo sem frekari lækkanir á tekjuskatti einstaklinga, lækkanir á tollum og virðisaukaskatti, ráðstafanir í húsnæðismálum, þar á meðal hækkun húsaleigubóta og fleira. Ef ríkisstjórnin gerir ekki slíkar ráðstafanir er talsverð bein kauphækkun óumflýjanleg. Bæta þarf kjör aldraðraSamhliða kjarabótum til verkafólks þarf að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja. Það sem ríkisstjórnin hefur gert í því efni til þessa hefur verið í skötulíki og vigtar lítið, alla vega gagnvart þeim sem hættir eru að vinna en það er um 2/3 allra eldri borgara. Aldraðir fengu aðeins 7,4% hækkun á lífeyri sínum í upphafi ársins, þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16% og fóru í 145 þús. á mánuði. Í september var bætt við hækkun til aldraðra einhleypinga og ákveðið, að lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega skyldi vera kr. 150 þús. á mánuði. En aldraðir hafa enn enga leiðréttingu fengið fyrir tímabilið 1. febrúar til 1. september þessa árs. Krafa þeirra er sú, að þeir fái uppbót fyrir það tímabil, þar eð þeir fengu aðeins 7,4% þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16%. Þeir vilja fá mismuninn. Áhyggjur af efnahagsmálumVerkafólk hefur nú miklar áhyggjur af þróun efnahagsmála. Það geisar mikil verðbólga (14%) og samdráttur er verulegur í atvinnulífinu. Þegar eru byrjaðar uppsagnir starfsmanna fyrirtækja, einkum í byggingariðnaði, og búast má við að þær aukist í haust og í vetur. Fólk hefur einnig áhyggjur af bönkunum, sem virðast hafa farið óvarlega í erlendum lántökum og eiga nú í erfiðleikum með endurfjármögnun vegna hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu. Það er hörð barátta fram undan hjá verkalýðshreyfingunni. Hún þarf að verja kjör sín og fá bætur fyrir kjaraskerðingu yfirstandandi árs. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Kjarasamningar eru í uppnámi. Forsendur þeirra eru brostnar vegna mikillar verðbólgu. Samningar verða lausir í byrjun næsta árs og verða ekki framlengdir nema til komi verulegar kjarabætur. Verðbólgan hefur étið upp allar kjarabætur samninganna frá því í febrúar sl. Kjaraskerðing verkafólks sl. 12 mánuði er 5%. Örlitlar þreifingar hafa verið milli verkalýðshreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar um ástand efnahags- og kjaramála. Það hefur ekkert komið út úr þeim þreifingum. ASÍ og SA hafa einnig rætt saman en fundir þessara aðila hafa verið líkastir óformlegum fundum. Sú hugmynd svífur yfir vötnunum að gera þyrfti einhvers konar þjóðarsátt um efnahags- og kjaramál nú en ekki virðist að mínu mati grundvöllur fyrir henni. Verkalýðshreyfingin er ekki tilbúin til þess að taka á sig kjaraskerðingu. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var mjög harðorður eftir að Orkuveitan hækkaði gjaldskrá sína um 9,7% fyrir skömmu. Hann sagði, að þessi hækkun væri bein ávísun á jafn mikla kauphækkun verkafólks. Sama segja verkalýðsforingjar um kauphækkun ljósmæðra. Þær fengu 21% kauphækkun í nýgerðum kjarasamningum. Verkalýðsforingjarnir segja, að með þeim samningum hafi verið sett fordæmi fyrir kauphækkun væntanlegra samninga. Verkafólk fái kauphækkun eða ígildi hennarLjóst er, að annaðhvort verður verkafólk að fá talsverða beina kauphækkun eða þá að ríkisstjórnin verður að gera ráðstafanir, sem jafngilda verulegum kauphækkunum. Þar kemur margt til greina, svo sem frekari lækkanir á tekjuskatti einstaklinga, lækkanir á tollum og virðisaukaskatti, ráðstafanir í húsnæðismálum, þar á meðal hækkun húsaleigubóta og fleira. Ef ríkisstjórnin gerir ekki slíkar ráðstafanir er talsverð bein kauphækkun óumflýjanleg. Bæta þarf kjör aldraðraSamhliða kjarabótum til verkafólks þarf að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja. Það sem ríkisstjórnin hefur gert í því efni til þessa hefur verið í skötulíki og vigtar lítið, alla vega gagnvart þeim sem hættir eru að vinna en það er um 2/3 allra eldri borgara. Aldraðir fengu aðeins 7,4% hækkun á lífeyri sínum í upphafi ársins, þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16% og fóru í 145 þús. á mánuði. Í september var bætt við hækkun til aldraðra einhleypinga og ákveðið, að lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega skyldi vera kr. 150 þús. á mánuði. En aldraðir hafa enn enga leiðréttingu fengið fyrir tímabilið 1. febrúar til 1. september þessa árs. Krafa þeirra er sú, að þeir fái uppbót fyrir það tímabil, þar eð þeir fengu aðeins 7,4% þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16%. Þeir vilja fá mismuninn. Áhyggjur af efnahagsmálumVerkafólk hefur nú miklar áhyggjur af þróun efnahagsmála. Það geisar mikil verðbólga (14%) og samdráttur er verulegur í atvinnulífinu. Þegar eru byrjaðar uppsagnir starfsmanna fyrirtækja, einkum í byggingariðnaði, og búast má við að þær aukist í haust og í vetur. Fólk hefur einnig áhyggjur af bönkunum, sem virðast hafa farið óvarlega í erlendum lántökum og eiga nú í erfiðleikum með endurfjármögnun vegna hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu. Það er hörð barátta fram undan hjá verkalýðshreyfingunni. Hún þarf að verja kjör sín og fá bætur fyrir kjaraskerðingu yfirstandandi árs. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar