Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan fellur niður um netbóluísinn

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,36 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Hún stendur í 4.541 stigi og hefur ekki verið lægri síðan um miðjan október árið 2005.

Niðursveifla Úrvalsvísitölunnar nú er sömuleiðis meiri en þegar hún sprakk í netbólunni um síðustu aldamót.

Vísitalan fór hæst í 1.889 stig í febrúar árið 2000 og var komin í 989 stig í september ári síðar. Lækkunin nam því 47,2 prósentum á einu og hálfu ári.

Til samanburðar fór vísitalan hæst í 9.016 stig 18. júlí síðastliðinn. Lækkunin á tæpu ári nemur 49,6 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×