Bandaríkjamenn boða frekari stýrivaxtalækkun 30. október 2008 11:30 Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins. Mynd/AP Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er tilbúinn til að boða frekari lækkun stýrivaxta á næstunni dugi fyrri aðgerðir ekki til að snúa efnahagslífinu til betri vegar. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í gær um hálft prósentustig og fóru þeir við það niður í eitt prósent. Seðlabankinn greip meðal annars til þess ráðs í gær, ásamt vaxtalækkuninni, að gera gjaldeyrisskiptasamninga við seðlabanka Brasilíu, Mexíkó, Suður-Kóreu og Síngapúr. Fær hver banki þrjátíu milljarða dala til að slá á gjaldeyrisþurrð í löndunum. Evrópski seðlabankinn og Englandsbanki hafa ótakmarkaða gjaldeyrisskiptasamninga við bandaríska seðlabankann. Stýrivextir vestanhafs fóru síðast í eitt prósent í júní árið 2003 og stóðu í því vaxtastigi í eitt ár. Lækki seðlabankinn stýrivextir frekar til að koma hjólum efnahagslífsins í gang á ný og hliðra hjá alvarlegum afleiðingum fjármálakreppunnar fara þeir í sögulegt lágmark. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir fjármálasérfræðingum að afar ólíklegt sé að bandaríski seðlabankinn hækki stýrivexti í bráð. Af því verði líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi árið 2010. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er tilbúinn til að boða frekari lækkun stýrivaxta á næstunni dugi fyrri aðgerðir ekki til að snúa efnahagslífinu til betri vegar. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í gær um hálft prósentustig og fóru þeir við það niður í eitt prósent. Seðlabankinn greip meðal annars til þess ráðs í gær, ásamt vaxtalækkuninni, að gera gjaldeyrisskiptasamninga við seðlabanka Brasilíu, Mexíkó, Suður-Kóreu og Síngapúr. Fær hver banki þrjátíu milljarða dala til að slá á gjaldeyrisþurrð í löndunum. Evrópski seðlabankinn og Englandsbanki hafa ótakmarkaða gjaldeyrisskiptasamninga við bandaríska seðlabankann. Stýrivextir vestanhafs fóru síðast í eitt prósent í júní árið 2003 og stóðu í því vaxtastigi í eitt ár. Lækki seðlabankinn stýrivextir frekar til að koma hjólum efnahagslífsins í gang á ný og hliðra hjá alvarlegum afleiðingum fjármálakreppunnar fara þeir í sögulegt lágmark. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir fjármálasérfræðingum að afar ólíklegt sé að bandaríski seðlabankinn hækki stýrivexti í bráð. Af því verði líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi árið 2010.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira