Massa hress, megabeib Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 21. maí 2008 00:01 Sígild skemmtun er að gramsa upp úrelt viðhorf og njóta þess hagstæða samanburðar sem okkur finnst tíminn hafa fært. Þannig komst ég eitt sinn yfir gamla bók sem kenndi kvenleika. Hún var uppfull af fyrirmælum um viðeigandi klæðaburð og æskilega háttsemi konunnar, einkum gagnvart eiginmanni sínum. Reyndar gleymdist að staðfæra þetta merka rit í þýðingunni, svo íslenska konan var hvött til að vaða endilega allsber í sjónum daglega, það sé svo hollt. Fyrir utan þann óvænta vinkil átti hún samt aðallega að aðgæta útlit og klæðaburð, en einnig var rík áhersla á heilsufarið því höfundur boðaði stranga megrunarkúra og hófsemi í neyslu. Muna dömur mínar að reykja bara aðra hverja sígarettu! Hvað framkomu varðaði áttu konur að sýna húsbónda sínum tillitsemi og nærgætni. Rækta með sér aga við húsverkin svo þeim væri lokið þegar hann kæmi heim þreyttur af skrifstofunni. Vera auk þess búin að þrífa framan úr krakkagrísunum og stugga þeim í hljóðlátan leik sem truflaði ekki uppgefinn föðurinn. Einnig var upplagt fyrir konuna að vera sjálf snyrtileg til fara, að minnsta kosti hrifsa af sér svuntuna og smyrja varalit og þokkafullu brosi á gogginn áður en lyklinum væri snúið í skránni. Í farsælu hjónabandi gætti konan hófs í gjammi og nöldri en reyndi umfram allt að tala þýðlega til bónda síns. Eftir strembinn dag á umræddri skrifstofu er frekjuleg kona það síðasta sem maðurinn þarf á að halda. Hér um slóðir hefur dálítið vatn runnið til sjávar síðan konan var veikburða rola. Skilgreiningaráráttan er þó söm við sig og þunnildislegar alhæfingar um hina dæmigerðu konu gefa lítið meira svigrúm en áður. Enn eru fyrirmæli til kvenna um viðhorf og hegðun þjónkun við tíðarandann og leggja áherslu á almenn viðmið fyrir konur sem hjörð. Nútímakonan er sterk og sjálfstæð og lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna. Hún er töffari út í gegn, veigrar sér ekki við að vera einstæð móðir margra barna og vindur úr hverjum kærastanum á fætur öðrum. Veður í gegnum MBA námið með skarann á hælunum, er sístarfandi, massa hress, megabeib. Ef einhverri finnst þetta töluverðar kröfur vantar hana greinilega eitthvað upp á hugarfarið. Áfram stelpur, koma svo! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Sígild skemmtun er að gramsa upp úrelt viðhorf og njóta þess hagstæða samanburðar sem okkur finnst tíminn hafa fært. Þannig komst ég eitt sinn yfir gamla bók sem kenndi kvenleika. Hún var uppfull af fyrirmælum um viðeigandi klæðaburð og æskilega háttsemi konunnar, einkum gagnvart eiginmanni sínum. Reyndar gleymdist að staðfæra þetta merka rit í þýðingunni, svo íslenska konan var hvött til að vaða endilega allsber í sjónum daglega, það sé svo hollt. Fyrir utan þann óvænta vinkil átti hún samt aðallega að aðgæta útlit og klæðaburð, en einnig var rík áhersla á heilsufarið því höfundur boðaði stranga megrunarkúra og hófsemi í neyslu. Muna dömur mínar að reykja bara aðra hverja sígarettu! Hvað framkomu varðaði áttu konur að sýna húsbónda sínum tillitsemi og nærgætni. Rækta með sér aga við húsverkin svo þeim væri lokið þegar hann kæmi heim þreyttur af skrifstofunni. Vera auk þess búin að þrífa framan úr krakkagrísunum og stugga þeim í hljóðlátan leik sem truflaði ekki uppgefinn föðurinn. Einnig var upplagt fyrir konuna að vera sjálf snyrtileg til fara, að minnsta kosti hrifsa af sér svuntuna og smyrja varalit og þokkafullu brosi á gogginn áður en lyklinum væri snúið í skránni. Í farsælu hjónabandi gætti konan hófs í gjammi og nöldri en reyndi umfram allt að tala þýðlega til bónda síns. Eftir strembinn dag á umræddri skrifstofu er frekjuleg kona það síðasta sem maðurinn þarf á að halda. Hér um slóðir hefur dálítið vatn runnið til sjávar síðan konan var veikburða rola. Skilgreiningaráráttan er þó söm við sig og þunnildislegar alhæfingar um hina dæmigerðu konu gefa lítið meira svigrúm en áður. Enn eru fyrirmæli til kvenna um viðhorf og hegðun þjónkun við tíðarandann og leggja áherslu á almenn viðmið fyrir konur sem hjörð. Nútímakonan er sterk og sjálfstæð og lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna. Hún er töffari út í gegn, veigrar sér ekki við að vera einstæð móðir margra barna og vindur úr hverjum kærastanum á fætur öðrum. Veður í gegnum MBA námið með skarann á hælunum, er sístarfandi, massa hress, megabeib. Ef einhverri finnst þetta töluverðar kröfur vantar hana greinilega eitthvað upp á hugarfarið. Áfram stelpur, koma svo!