Davíð ekki að íhuga að segja af sér - Krónan enn heppilegur gjaldmiðill 28. október 2008 11:42 Davíð Oddsson, formaður stjórnar Seðlabanka Íslands, segist ekki vera að íhuga að segja af sér sem seðlabankastjóri eins og farið hefur verið fram á í mótmælum að undanförnu. Þegar Davíð var spurður um þetta á blaðamannafundi í Seðlabankanum í morgun sagði hann mótmælin hefðu verið heldur fámenn. Það væri sjálfsagt farið að grána og guggna hjá honum úr því fleiri hefðu ekki mætt. Þá spurði hann fréttamann á móti hvort hann hefði íhugað að hætta í sínu starfi. Davíð er enn þeirrar skoðunar að krónan sé heppilegu gjaldmiðill fyrir Íslendinga til framtíðar. Hann sagði þó að hann skildi að menn hefðu efasemdir um gjaldmiðilinn og þá yrði að ræða það. Seðlabankinn myndi hins vegar ekki að vera í fararbroddi þeirrar umræðu. Stýrivextir erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki Þá sagði seðlabankastjóri að hann væri ekki í vafa um 18 prósenta stýrivextir væru erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki í landinu en afar þýðingarmikið væri að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðlilegt horf sem væri ein af grunnþörfunum til þess að kerfið virkaði. Davíð var spurður út í þá ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti úr 12 prósentum í 18 í dag en aðeins eru um tvær vikur frá því að vextir voru lækkaðir um 3,5 prósentustig. Aðspurður hvort samráð hefði verið haft við ASÍ og Samtök atvinnulífsins um þetta sagði Davíð að haft hefði verið samráð við aðilana um vinnuna með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Benti hann á að þessiar aðilar hefðu talað fyrir aðstoð sjóðsins. Afar þýðingarmikið að allir dragi vagninn í sömu átt Aðspurður hvort hann væri sammála þeirri ákvörðun að leita til IMF sagði Davíð að Seðlabankinn hefði sagt að það hafi verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar að að ganga til samninga við sjóðinn og þá myndi bankinn fyljga því eftir. Afar þýðingarmikið væri að allir menn drægju vagninn í sömu átt. Þá sagði Davíð að með hækkun stýrivaxta væru minni líkur á áframhaldandi vantrausti á gjaldmiðilinn og að traust myndi vaxa á ný með tímanum. Benti hann á að þegar við hefðum misst 85 prósent af bankakerfinu mættu menn ekki vera hissa á að það hrikti í og reyndi á. Þá var Davíð spurður að því hvort sú ákvörðun stjórnvalda að taka Glitni yfir hefðu verið afdrifarík mistök. Hann taldi svo ekki vera en það hefði verið dapurleg staða að Glitnir skyldi vera kominn í þrot. Björgunaraðgerðin hefði ekki verið mistök. Þá sagði hann um hugmynd Landsbankamanna um sameiningu Glitnis. Landsbankans og Straums, sem kynnt var daginn fyrir yfirtökuna á Glitni, að blaðamenn ættu að stúdera þær tillögur og athuga svo hvort þeir myndu ráðleggja stjórnvöldum að fara eftir þeim. „Ég er hræddur um að það yrði 11-0 hér við borðið," sagði Davíð og vísaði til borðs blaðamanna. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Davíð Oddsson, formaður stjórnar Seðlabanka Íslands, segist ekki vera að íhuga að segja af sér sem seðlabankastjóri eins og farið hefur verið fram á í mótmælum að undanförnu. Þegar Davíð var spurður um þetta á blaðamannafundi í Seðlabankanum í morgun sagði hann mótmælin hefðu verið heldur fámenn. Það væri sjálfsagt farið að grána og guggna hjá honum úr því fleiri hefðu ekki mætt. Þá spurði hann fréttamann á móti hvort hann hefði íhugað að hætta í sínu starfi. Davíð er enn þeirrar skoðunar að krónan sé heppilegu gjaldmiðill fyrir Íslendinga til framtíðar. Hann sagði þó að hann skildi að menn hefðu efasemdir um gjaldmiðilinn og þá yrði að ræða það. Seðlabankinn myndi hins vegar ekki að vera í fararbroddi þeirrar umræðu. Stýrivextir erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki Þá sagði seðlabankastjóri að hann væri ekki í vafa um 18 prósenta stýrivextir væru erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki í landinu en afar þýðingarmikið væri að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðlilegt horf sem væri ein af grunnþörfunum til þess að kerfið virkaði. Davíð var spurður út í þá ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti úr 12 prósentum í 18 í dag en aðeins eru um tvær vikur frá því að vextir voru lækkaðir um 3,5 prósentustig. Aðspurður hvort samráð hefði verið haft við ASÍ og Samtök atvinnulífsins um þetta sagði Davíð að haft hefði verið samráð við aðilana um vinnuna með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Benti hann á að þessiar aðilar hefðu talað fyrir aðstoð sjóðsins. Afar þýðingarmikið að allir dragi vagninn í sömu átt Aðspurður hvort hann væri sammála þeirri ákvörðun að leita til IMF sagði Davíð að Seðlabankinn hefði sagt að það hafi verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar að að ganga til samninga við sjóðinn og þá myndi bankinn fyljga því eftir. Afar þýðingarmikið væri að allir menn drægju vagninn í sömu átt. Þá sagði Davíð að með hækkun stýrivaxta væru minni líkur á áframhaldandi vantrausti á gjaldmiðilinn og að traust myndi vaxa á ný með tímanum. Benti hann á að þegar við hefðum misst 85 prósent af bankakerfinu mættu menn ekki vera hissa á að það hrikti í og reyndi á. Þá var Davíð spurður að því hvort sú ákvörðun stjórnvalda að taka Glitni yfir hefðu verið afdrifarík mistök. Hann taldi svo ekki vera en það hefði verið dapurleg staða að Glitnir skyldi vera kominn í þrot. Björgunaraðgerðin hefði ekki verið mistök. Þá sagði hann um hugmynd Landsbankamanna um sameiningu Glitnis. Landsbankans og Straums, sem kynnt var daginn fyrir yfirtökuna á Glitni, að blaðamenn ættu að stúdera þær tillögur og athuga svo hvort þeir myndu ráðleggja stjórnvöldum að fara eftir þeim. „Ég er hræddur um að það yrði 11-0 hér við borðið," sagði Davíð og vísaði til borðs blaðamanna.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira