Lífið

Þriðjudagtilboð í Sambíóin

Árni Samúelsson. Sambíóin eru  í eigu Árna og fjölskyldu hans.
Árni Samúelsson. Sambíóin eru í eigu Árna og fjölskyldu hans.

Sambíóin muna á næstu vikum bjóða þjóðinni að mæta alla þriðjudaga í kvikmyndahús þar sem miðaverð verður 500 krónur á allar kvikmyndir. ,,Og má því halda því fram að hvergi í heiminum sé hægt að fá lægra bíómiðaverð!" segir í tilkynningu.

Sambíóin skora á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama og vinna samhent að því að létta undir með íslenskum almenningi.

,,Ástæða þessa fyrirkomulags er sú að Sambíóin hafa leitast eftir skilningi við sína erlendu birgja í kjölfar íslensks efnahagsástands með það að leiðarljósi að gleðja Íslendinga í erfiðu árfeðri."

Þriðjudagstilboðið gildir þó ekki í Lúxus/VIP sal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.