Innlent

Fingraför fundust á bréfi um sprengjuhótun

Lögreglan hefur fundið fingraför á bréfi sem barst fréttastofu Stöðvar 2 með sprengjuhótun, sem beindist að fyrirhugaðri Gleðigöngu Hinsegin daga. Slík hótun getur varðað allt að tveggja ára fangelsi.

Hótunarbréfið sem barst fréttastofunni var afhent lögreglunni í gær og er það nú til rannsóknar. Fingraför fundust við rannsókn tæknideildar lögreglunnar í dag og voru tekin fingrafarasýni af nokkrum starfsmönnum fréttastofu sem handléku bréfið. Einnig er verið að kanna rithönd sendandans, áreiðanleika bréfsins og annað.

Lögregla getur lítið sagt um málið að svo stöddu á meðan rannsókn stendur yfir. Hótun af þessu tagi getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir lögregluna líta hótunina alvarlegum augum og finnist ekki sendandi bréfsins þurfi e.t.v. að gera ráðstafanir með viðbúnað í Gleðigöngunni þann 9. ágúst næstkomandi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×