Þetta er bara músik 31. júlí 2008 06:00 Ómar Guðjónsson fer „Fram af“ á nýrri sólóplötu. Fréttablaðið/arnþór Ómar Guðjónsson, yngri bróðir saxófónleikarans Óskars, hefur gefið út aðra plötuna sína, Fram af. „Á fyrstu plötunni var saxófónninn hjá Óskari í forgrunni en nú hef ég losnað við hækjuna og gítarinn er orðinn aðalröddin," segir Ómar. Hann hefur komið víða við og segist vera djassisti sem vill vera poppstjarna. „Maður hefur köllun og músiklegar þarfir sem þarf að fullnægja. Ég söng í hljómsveitinni Ebeneser á sínum tíma. Við tókum þátt í Músiktilraunum og komumst í úrslit og allt. Bakgrunnurinn hjá mér er Hendrix og Led Zeppelin og slík tónlist, en í djassinum fann ég að ég mátti gera hvað sem er. Maður gat tjáð sig frá A-Ö í lögunum. Það voru engar hömlur. Því meira sem ég kemst út fyrir rammann því betur líður mér." Ómar segist tjá sig með gítarnum í stað þess að reyna að tjá sig í söng. Hann segir þó að allt geti gerst: „Ég gæti þess vegna verið farinn að syngja með rokkbandi eftir fimm ár." Fram af er tríóplata. Með Ómari spila þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Platan var tekin upp í Heita pottinum í mars. „Ég lít ekki á þetta sem djassplötu," segir Ómar. „Þetta er bara músik fyrir mér. Ég leyfi öðrum að skilgreina hana betur." - glh Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Ómar Guðjónsson, yngri bróðir saxófónleikarans Óskars, hefur gefið út aðra plötuna sína, Fram af. „Á fyrstu plötunni var saxófónninn hjá Óskari í forgrunni en nú hef ég losnað við hækjuna og gítarinn er orðinn aðalröddin," segir Ómar. Hann hefur komið víða við og segist vera djassisti sem vill vera poppstjarna. „Maður hefur köllun og músiklegar þarfir sem þarf að fullnægja. Ég söng í hljómsveitinni Ebeneser á sínum tíma. Við tókum þátt í Músiktilraunum og komumst í úrslit og allt. Bakgrunnurinn hjá mér er Hendrix og Led Zeppelin og slík tónlist, en í djassinum fann ég að ég mátti gera hvað sem er. Maður gat tjáð sig frá A-Ö í lögunum. Það voru engar hömlur. Því meira sem ég kemst út fyrir rammann því betur líður mér." Ómar segist tjá sig með gítarnum í stað þess að reyna að tjá sig í söng. Hann segir þó að allt geti gerst: „Ég gæti þess vegna verið farinn að syngja með rokkbandi eftir fimm ár." Fram af er tríóplata. Með Ómari spila þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Platan var tekin upp í Heita pottinum í mars. „Ég lít ekki á þetta sem djassplötu," segir Ómar. „Þetta er bara músik fyrir mér. Ég leyfi öðrum að skilgreina hana betur." - glh
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira