Erlent

Fundu fljótandi efni á yfirborði Titan

Vísindamenn hjá NASA, Bandarísku geimferðastofnuninni, segja að þeir hafi fundið ár og vötn á Titan, einu tungli Satúrnusar.

Titan er eini staðurinn í sólkerfinu fyrir utan Jörðina þar sem fljótandi efni hafa fundist á yfirborðinu. Á Titan er um að ræða kolvetni og etan í fljótandi formi.

Vísindamenn NASA kynntu þessa merkilegu upplýsingar á fréttamannafundi í gærdag. Upplýsingarnar byggja á greiningu tækjabúnaðar sem er um borð í Cassini geimfarinu sem verið hefur á braut um Satúrnus síðan árið 2004.

Vísindamaðurinn Bob Brown frá háskólanum í Arizona, sem stjórnað hefur hluta af rannsókn Cassini segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hægt sé að sýna fram á að vötn sé að finna á yfirborði Titans.

Þegar geimfarið fór hjá Titan nýlega hefðu dökkir fletir á yfirborði tunglsins sést greinilega. Við nánari rannsókn kom í ljós að þeir voru myndaðir af fljótandi kolvetni og etan. Og vísbendingar eru um að vökvinn sé að gufa upp. Hinsvegar hafa engin merki um ís, vatn, ammoníak eða koltvísýring fundist á Titan.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×