NBA í nótt: Miami vann í framlengdum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2008 09:19 Dwyane Wade og Jamal Crawford ræða saman eftir leik. Nordic Photos / Getty Images Miami vann í nótt sigur á Golden State á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta. Framlengja þurfti leikinn sem lauk með 130-129 sigri Miami. Þrír leikir fóru fram í deildinni í nótt. Golden State var með leikinn í höndum sér bæði í lok venjulegs leiktíma og framlengingarinnar. Chris Quinn tókst að jafna metin fyrir Miami í lok framlengingarinnar með þriggja stiga körfu þegar sjö sekúndur voru eftir. Michael Beasley náði svo að stela boltanum af Golden State í kjölfarið. Það var brotið á honum og hann setti annað vítið niður sem tryggði liðinu sigur. Golden State var með frumkvæðið lengst af í leiknum en Miami náði að koma sér aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta. Í lokin var þó Golden State með tveggja stiga forystu en Udonis Haslem náði sóknarfrákasti á lokasekúndu leikhlutans og jafnaði metin á síðustu stundu. Dwyane Wade skoraði 37 stig fyrir Miami, gaf þrettán stoðsendingar og tók fimm fráköst. Shawn Marion og Haslem komu næstir með 21 stig - Marion tók fimmtán fráköst og Haslem þrettán. Alls tóku leikmenn Miami tíu fleiri sóknarfráköst en Golden State - 21 gegn 11. Jamal Crawford skoraði 30 stig fyrir Golden State og Corey Maggette 29. Boston vann Orlando, 107-88, þar sem Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston og Ray Allen 21. Rajon Rondo var með sextán stig og tólf stoðsendingar og Kevin Garnettt fimmtán stig og níu fráköst. Rashard Lewis skoraði 30 stig fyrir Orlando og Hedu Turkoglu nítján. Charlotte vann Minnesota, 100-90. Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir Charlotte og Emeka Okafor 24 auk þess sem hann tók tíu fráköst. Hjá Minnesota var Randy Foye stigahæstur með 23 stig. Mike Miller kom næstur með nítján stig og tíu fráköst. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Miami vann í nótt sigur á Golden State á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta. Framlengja þurfti leikinn sem lauk með 130-129 sigri Miami. Þrír leikir fóru fram í deildinni í nótt. Golden State var með leikinn í höndum sér bæði í lok venjulegs leiktíma og framlengingarinnar. Chris Quinn tókst að jafna metin fyrir Miami í lok framlengingarinnar með þriggja stiga körfu þegar sjö sekúndur voru eftir. Michael Beasley náði svo að stela boltanum af Golden State í kjölfarið. Það var brotið á honum og hann setti annað vítið niður sem tryggði liðinu sigur. Golden State var með frumkvæðið lengst af í leiknum en Miami náði að koma sér aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta. Í lokin var þó Golden State með tveggja stiga forystu en Udonis Haslem náði sóknarfrákasti á lokasekúndu leikhlutans og jafnaði metin á síðustu stundu. Dwyane Wade skoraði 37 stig fyrir Miami, gaf þrettán stoðsendingar og tók fimm fráköst. Shawn Marion og Haslem komu næstir með 21 stig - Marion tók fimmtán fráköst og Haslem þrettán. Alls tóku leikmenn Miami tíu fleiri sóknarfráköst en Golden State - 21 gegn 11. Jamal Crawford skoraði 30 stig fyrir Golden State og Corey Maggette 29. Boston vann Orlando, 107-88, þar sem Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston og Ray Allen 21. Rajon Rondo var með sextán stig og tólf stoðsendingar og Kevin Garnettt fimmtán stig og níu fráköst. Rashard Lewis skoraði 30 stig fyrir Orlando og Hedu Turkoglu nítján. Charlotte vann Minnesota, 100-90. Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir Charlotte og Emeka Okafor 24 auk þess sem hann tók tíu fráköst. Hjá Minnesota var Randy Foye stigahæstur með 23 stig. Mike Miller kom næstur með nítján stig og tíu fráköst.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira