Innlent

Benjamín Þór: Mjög sáttur með frávísun

,,Ég er mjög sáttur með þessa niðurstöðu og ég vona að réttlætið sigri að lokum," segir Benjamín Þór Þorgrímsson líkamsræktarþjálfari um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá tveimur ákærum á hendur honum.

Benjamín Þór var ákærður fyrir líkamsárás á Ragnar Ólaf Magnússon og var árásin sýnd í Kompásþætti í haust sem fjallaði um handrukkanir á Íslandi.

Ákæruvaldið gaf út tvær ákærur fyrir sama brotið. Af þeim sökum sagðist héraðsdómur ekki geta komist hjá því að vísa frá báðum ákærunum en tók þó fram að ákæruvaldið ætti kost á því að gefa út ákæru á nýjan leik.

Benjamín Þór vill ekki segja til um það hvort lögreglan gefi út ákæru á nýjan leik. ,,Ég bara veit það ekki. Ég veit ekki hversu harðir menn eru í þessu."

Benjamín Þór segir að málið hafi valdi sér og fjölskyldu sinni óþægindum. Hann bendir á að hann eigi barn á grunnskólaaldri. ,,Málið hefur farið mjög illa með mig. Ég missti vinnuna og mikið af mannorðinu."












Tengdar fréttir

Ákærum gegn Benjamín Þór vísað frá dómi

Tveimur ákærum á hendur Benjamín Þór Þorgrímssyni líkamsræktarþjálfara var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Benjamín Þór var ákærður fyrir líkamsárás á Ragnar Ólaf Magnússon. Árásin var sýnd í Kompásþætti um handrukkanir á Íslandi í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×