Ríkisstjórnarflokkarnir halda velli í MR Breki Logason skrifar 2. desember 2008 21:13 Menntaskólinn í Reykjavík Ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag myndu tæp 70% nemenda við Menntaskólann í Reykjavík kjósa ríkisstjórnarflokkanna. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem gerð var á meðal nemenda skólans og birtist í nýjasta tölublaði Menntaskólatíðinda. Niðurstaðan kemur ritstjóranum á óvart. „Þetta kemur mér nokkuð á óvart miðað við þá umræðu sem hefur verið í samfélaginu undanfarið. Sérstaklega sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé með mesta fylgið, ég hélt að MR væri meiri krataskóli," segir Egill Örn Gunnarsson ritstjóri Menntaskólatíðinda sem gefið er út í skólanum. Nemendur úr þremur bekkjum í hverjum árgangi voru spurðir út í stuðning sinn við stjórnmálaflokka. Alls voru 230 nemendur sem tóku þátt eða 27% af öllum skólanum. Allir sem voru spurðir tóku afstöðu að sögn Egils. Langflestir sem tóku þátt sögðu að enginn flokkur væri nógu góður, eða 96 nemendur. 58 nemendur sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn og 39 Vinstri græna. Samfylkingin fékk 33 atkvæði og Framsóknarflokkurinn 4. Enginn nemandi Menntaskólans í Reykjavík sagðist styðja Frjálslynda flokkinn. „Við drógum þá ályktun að ef þetta væru alþingiskosningar þá myndu þessi 96 atkvæði vera ógild. Miðað við það eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking með 68% atkvæða. Það má síðan velta fyrir sér hvert þessi ógildu atkvæði hefðu síðan farið," segir Egill. Egill segist finna fyrir miklum áhuga á stjórnmálum í skólanum og sú staðreynd að 41,7% nemenda telji engann flokk á Alþingi nógu góðan sé í raun sláandi. „Það er mikill áhugi hérna myndi ég segja. Það líður varla það hádegi að ekki sé rætt um mótmælin eða fréttirnar úr fréttatímanum kvöldið áður. Ég tel því að MR-ingar séu mjög pólitískir," segir Egill Örn að lokum. Hér er hægt að skoða nýjasta tölublað Menntaskólatíðinda Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag myndu tæp 70% nemenda við Menntaskólann í Reykjavík kjósa ríkisstjórnarflokkanna. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem gerð var á meðal nemenda skólans og birtist í nýjasta tölublaði Menntaskólatíðinda. Niðurstaðan kemur ritstjóranum á óvart. „Þetta kemur mér nokkuð á óvart miðað við þá umræðu sem hefur verið í samfélaginu undanfarið. Sérstaklega sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé með mesta fylgið, ég hélt að MR væri meiri krataskóli," segir Egill Örn Gunnarsson ritstjóri Menntaskólatíðinda sem gefið er út í skólanum. Nemendur úr þremur bekkjum í hverjum árgangi voru spurðir út í stuðning sinn við stjórnmálaflokka. Alls voru 230 nemendur sem tóku þátt eða 27% af öllum skólanum. Allir sem voru spurðir tóku afstöðu að sögn Egils. Langflestir sem tóku þátt sögðu að enginn flokkur væri nógu góður, eða 96 nemendur. 58 nemendur sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn og 39 Vinstri græna. Samfylkingin fékk 33 atkvæði og Framsóknarflokkurinn 4. Enginn nemandi Menntaskólans í Reykjavík sagðist styðja Frjálslynda flokkinn. „Við drógum þá ályktun að ef þetta væru alþingiskosningar þá myndu þessi 96 atkvæði vera ógild. Miðað við það eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking með 68% atkvæða. Það má síðan velta fyrir sér hvert þessi ógildu atkvæði hefðu síðan farið," segir Egill. Egill segist finna fyrir miklum áhuga á stjórnmálum í skólanum og sú staðreynd að 41,7% nemenda telji engann flokk á Alþingi nógu góðan sé í raun sláandi. „Það er mikill áhugi hérna myndi ég segja. Það líður varla það hádegi að ekki sé rætt um mótmælin eða fréttirnar úr fréttatímanum kvöldið áður. Ég tel því að MR-ingar séu mjög pólitískir," segir Egill Örn að lokum. Hér er hægt að skoða nýjasta tölublað Menntaskólatíðinda
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira