Mugison fer í Icesave-tónleikaferð 2. desember 2008 05:00 Tónlistarmaðurinn Mugison er á leiðinni í Icesave-tónleikaferð um Evrópu. „Við ætlum að kalla þetta Icesave-túrinn," segir Mugison sem er á leið í tónleikaferð um Bretland, Danmörku, Þýskaland og Hollandi, allt lönd sem hafa orðið illa úti vegna Icesave-reikninganna alræmdu. Hann segist ekki vera smeykur við að troða upp í þessum löndum þrátt fyrir að fjölmargir hafi misst gríðarlegar fjárhæðir þar vegna falls bankanna. „Við vorum í Bretlandi um daginn og þar voru allir helvíti ljúfir. En þegar við vorum í Belgíu var ein alveg brjáluð. Við spiluðum í 55 mínútur og ég var ekki í stuði fyrir uppklapp," segir hann. „Hún var alveg brjáluð og sagðist hafa borgað tólf evrur inn og þjóðin hafi hirt af henni enn þá meiri peninga. Hún heimtaði klukkutíma gigg." Mugison brá á það ráð að draga hana afsíðis og spila fyrir hana tvö lög. „Hún var mjög sátt við það og heimtaði ekki að fá endurgreitt. Vinkonan hennar tók það meira að segja upp á Youtube," segir hann. Mugison fór í viðtal hjá danska blaðinu Politiken í fyrradag þar sem gengið var hart að honum. „Ég var í hálfvitadálki þar sem þeir spyrja leiðinlegra spurninga. Þeir spurðu hvernig mér litist á að fólk ætlaði að mæta á tónleikana mína með tómata og egg. Ég sagði því endilega að gera það en það mætti ekki henda þeim í mig heldur láta mig fá þá svo ég gæti selt þá í Bónus." Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við ætlum að kalla þetta Icesave-túrinn," segir Mugison sem er á leið í tónleikaferð um Bretland, Danmörku, Þýskaland og Hollandi, allt lönd sem hafa orðið illa úti vegna Icesave-reikninganna alræmdu. Hann segist ekki vera smeykur við að troða upp í þessum löndum þrátt fyrir að fjölmargir hafi misst gríðarlegar fjárhæðir þar vegna falls bankanna. „Við vorum í Bretlandi um daginn og þar voru allir helvíti ljúfir. En þegar við vorum í Belgíu var ein alveg brjáluð. Við spiluðum í 55 mínútur og ég var ekki í stuði fyrir uppklapp," segir hann. „Hún var alveg brjáluð og sagðist hafa borgað tólf evrur inn og þjóðin hafi hirt af henni enn þá meiri peninga. Hún heimtaði klukkutíma gigg." Mugison brá á það ráð að draga hana afsíðis og spila fyrir hana tvö lög. „Hún var mjög sátt við það og heimtaði ekki að fá endurgreitt. Vinkonan hennar tók það meira að segja upp á Youtube," segir hann. Mugison fór í viðtal hjá danska blaðinu Politiken í fyrradag þar sem gengið var hart að honum. „Ég var í hálfvitadálki þar sem þeir spyrja leiðinlegra spurninga. Þeir spurðu hvernig mér litist á að fólk ætlaði að mæta á tónleikana mína með tómata og egg. Ég sagði því endilega að gera það en það mætti ekki henda þeim í mig heldur láta mig fá þá svo ég gæti selt þá í Bónus."
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira