Ekkert ólögmætt við að beita Dyflinnarsamningnum 3. júlí 2008 15:15 Björn Bjarnason, dóms-og kirkjumálaráðherra Björn Bjarnason dóms-og kirkjumálaráðherra segir ekkert ólögmætt né athugavert við að beita Dyflinnarsamningnum frekar en öðrum milliríkjasamningum. Þetta kemur fram í svari hans við spurningum Vísi um mál Keníumannsins Pauls Ramses og starfsemi Útlendingastofnunar. Ramses sótti um stöðu flóttamanns á Íslandi en var vísað af landi brott til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í gærkvöldi. Paul Ramses var kosningastjóri stjórnarandstöðunnar í Kenía en sótti um stöðu flóttamanns í febrúar eftir að átök brutust ú í kjölfar forsetakosninga sem voru þar í landi í desember. Kom fram í viðtali við hann í á Stöð 2 í febrúar að hann væri á aftökulista yfirvalda þar í landi. Vísir sendi Birni nokkrar spurningar varðandi umsókn Paul Ramses og starfsemi og vinnureglur Útlendingastofnunar. Í fyrsta lagi hvort ekki þyrfti að stytta afgreiðslutíma umsókna um stöðu flóttamanns á Íslandi. Í öðru lagi hvort ekki væri hægt að veita máli hans einhvers konar flýtimeðferð á grundvelli þess að hann á fjölskyldu á landinu. Í þriðja lagi hvort ekki ætti að beita því úrræði sem felst í Dyflinnarsamningnum, að senda flóttamann til þess lands á Schengen-svæðinu sem hann kom fyrst til, frekar sem undantekningu en sem reglu. Svar Björns var þetta: „(H)vert mál er skoðað fyrir sig af útlendingastofnun, hún leggur mat á umsóknir og kemst að niðurstöðu um afgreiðslu þeirra. Ef fólk er ósátt við þá niðurstöðu er unnt að kæra hana til ráðuneytisins og/eða leita til umboðsmanns alþingis og dómstóla vegna málsins. Réttarstaða útlendinga hér á landi er skýr og á síðasta þingi sameinaðist alþingi um breytingar á útlendingalögum til að skýra þessa stöðu enn betur. Dyflinarsamningurinn er einnig skýr og honum er beitt af aðildarríkjum hans. Að sjálfsögðu er ekkert ólögmætt eða athugavert að beita þeim samningi frekar en öðrum milliríkjasamningum." Hann benti einnig á að umsvif Útlendingastofnunar hefðu verið mikil undanfarin misseri vegna hins mikla fjölda útlendinga sem kemur til landsins. ,,Ég fullyrði hins vegar, að almennt séð megi færa góð rök fyrir að skilvirkni við afgreiðslu slíkra mála hér stenst mjög vel samanburð við það, sem best gerist í Evrópu eða annars staðar," skrifaði Björn að lokum í svarinu til Vísis. Tengdar fréttir „Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. 3. júlí 2008 13:13 Hlupu inn á flugbraut til að mótmæla brottflutningi Keníamannsins Í morgun klukkan 7:45 hlupu tveir menn inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir voru handteknir og eru nú í fangeklefa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Brotin eru litin mjög alvarlegum augum og geta varðað fangelsi allt að sex árum. 3. júlí 2008 09:33 Sækir um pólitískt hæli Einn kosningastjóra stjórnarandstöðunnar í Kenýa hefur sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður á Íslandi. Vegabréfsáritun hans rennur út á mikvikudaginn, en hann segist vera á aftökulista yfirvalda í Kenýa. 16. febrúar 2008 18:48 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Sjá meira
Björn Bjarnason dóms-og kirkjumálaráðherra segir ekkert ólögmætt né athugavert við að beita Dyflinnarsamningnum frekar en öðrum milliríkjasamningum. Þetta kemur fram í svari hans við spurningum Vísi um mál Keníumannsins Pauls Ramses og starfsemi Útlendingastofnunar. Ramses sótti um stöðu flóttamanns á Íslandi en var vísað af landi brott til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í gærkvöldi. Paul Ramses var kosningastjóri stjórnarandstöðunnar í Kenía en sótti um stöðu flóttamanns í febrúar eftir að átök brutust ú í kjölfar forsetakosninga sem voru þar í landi í desember. Kom fram í viðtali við hann í á Stöð 2 í febrúar að hann væri á aftökulista yfirvalda þar í landi. Vísir sendi Birni nokkrar spurningar varðandi umsókn Paul Ramses og starfsemi og vinnureglur Útlendingastofnunar. Í fyrsta lagi hvort ekki þyrfti að stytta afgreiðslutíma umsókna um stöðu flóttamanns á Íslandi. Í öðru lagi hvort ekki væri hægt að veita máli hans einhvers konar flýtimeðferð á grundvelli þess að hann á fjölskyldu á landinu. Í þriðja lagi hvort ekki ætti að beita því úrræði sem felst í Dyflinnarsamningnum, að senda flóttamann til þess lands á Schengen-svæðinu sem hann kom fyrst til, frekar sem undantekningu en sem reglu. Svar Björns var þetta: „(H)vert mál er skoðað fyrir sig af útlendingastofnun, hún leggur mat á umsóknir og kemst að niðurstöðu um afgreiðslu þeirra. Ef fólk er ósátt við þá niðurstöðu er unnt að kæra hana til ráðuneytisins og/eða leita til umboðsmanns alþingis og dómstóla vegna málsins. Réttarstaða útlendinga hér á landi er skýr og á síðasta þingi sameinaðist alþingi um breytingar á útlendingalögum til að skýra þessa stöðu enn betur. Dyflinarsamningurinn er einnig skýr og honum er beitt af aðildarríkjum hans. Að sjálfsögðu er ekkert ólögmætt eða athugavert að beita þeim samningi frekar en öðrum milliríkjasamningum." Hann benti einnig á að umsvif Útlendingastofnunar hefðu verið mikil undanfarin misseri vegna hins mikla fjölda útlendinga sem kemur til landsins. ,,Ég fullyrði hins vegar, að almennt séð megi færa góð rök fyrir að skilvirkni við afgreiðslu slíkra mála hér stenst mjög vel samanburð við það, sem best gerist í Evrópu eða annars staðar," skrifaði Björn að lokum í svarinu til Vísis.
Tengdar fréttir „Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. 3. júlí 2008 13:13 Hlupu inn á flugbraut til að mótmæla brottflutningi Keníamannsins Í morgun klukkan 7:45 hlupu tveir menn inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir voru handteknir og eru nú í fangeklefa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Brotin eru litin mjög alvarlegum augum og geta varðað fangelsi allt að sex árum. 3. júlí 2008 09:33 Sækir um pólitískt hæli Einn kosningastjóra stjórnarandstöðunnar í Kenýa hefur sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður á Íslandi. Vegabréfsáritun hans rennur út á mikvikudaginn, en hann segist vera á aftökulista yfirvalda í Kenýa. 16. febrúar 2008 18:48 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Sjá meira
„Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. 3. júlí 2008 13:13
Hlupu inn á flugbraut til að mótmæla brottflutningi Keníamannsins Í morgun klukkan 7:45 hlupu tveir menn inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir voru handteknir og eru nú í fangeklefa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Brotin eru litin mjög alvarlegum augum og geta varðað fangelsi allt að sex árum. 3. júlí 2008 09:33
Sækir um pólitískt hæli Einn kosningastjóra stjórnarandstöðunnar í Kenýa hefur sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður á Íslandi. Vegabréfsáritun hans rennur út á mikvikudaginn, en hann segist vera á aftökulista yfirvalda í Kenýa. 16. febrúar 2008 18:48