Viðskipti erlent

Stýrivextir hækka á evrusvæðinu

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans.
Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP

Bankastjórn evrópska seðlabankans ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir við það í 4,25 prósent. Vöxtunum hefur verið haldið óbreyttum í rétt rúmt ár.

Mikil verðbólga, sem mælist 4,0 prósent, hefur aldrei verið hærri síðan Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, tók tölurnar saman fyrir tólf árum. Þá liggur hátt matvælaverð sömuleiðis til grundvallar ákvörðun bankastjórnarinnar.

Gengi evru hækkaði lítillega á sama tíma. Við það fór gengi bandaríkjadals niður en óttast er að það geti leitt til frekari verðhækkunar á hráolíu. Olíuverðið fór í 146 dali á tunnu í dag og hefur aldrei verið hærra.

Sænski seðlabankinn greip til sömu aðgerða í dag af sömu ástæðu og hækkaði stýrivexti um 25 punkta. Stýrivextir þar í landi eru nú 4,5 prósent.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×