Viðskipti innlent

DeCode tekur stökkið

Kári Stefánsson, forstjóri DeCode.
Kári Stefánsson, forstjóri DeCode. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hækkað um tæp ellefu prósent á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag og stendur það í 1,22 dal á hlut.

Gengið tók snarpa dýfu fyrir mánuði. Þá stóð það í 1,2 dölum en féll hratt og fór lægst í 77 sent 20. júní síðastliðinn.

Miðað við gengi bréfa í líftæknifyrirtækinu nú nemur hækkunin 58 prósentum á um hálfum mánuði.

DeCode var skráð á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjunum árið 2000. Það fór hæst í 28,75 prósent 11. september sama ár en tók þá að lækka jafnt og þétt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×