Körfubolti

Óvíst hvar Brynjar mun spila

Elvar Geir Magnússon skrifar
Brynjar í baráttunni í leik með KR.
Brynjar í baráttunni í leik með KR.

Óvissa ríkir um hvar Brynjar Þór Björnsson, körfuboltamaður í KR, mun spila á næstu leiktíð.

Brynjar fékk tilboð frá Highpoint háskólanum í Bandaríkjanum en var síðan ekki samþykktur inn í kerfið og þarf að bíða að minnsta kosti í eitt ár.

Francis Marion University hafði svo áhuga á Brynjari en það hefur ekki náð að ganga upp og staðan óljós.

Þetta kemur fram á vefsíðu KR en þar segir að Brynjari langar til að breyta til og takast á við ævintýri erlendis en einnig hefur hann áhuga á að taka ár í háskólanum hér heima og leika með KR.

„Þetta eru að verða bráðum þrír mánuðir í algjörri óvissu, ég orðinn langþreyttur á því að hafa þetta ekki á hreinu hvað framtíðin ber í skauti sér, maður er við það að gefast upp á þessu enda ekkert gaman að vera í þessari stöðu svona lengi," sagði Brynjar í viðtali á heimasíðu KR.

Smelltu hér til að sjá viðtalið í heild.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×