Eitt prósent getur oft verið drjúgt 1. ágúst 2008 08:45 Eiríkur Önundarson. Hinn gamalreyndi Eiríkur Önundarson, 33 ára körfuboltakappi úr ÍR, hefur ákveðið að leika áfram með Breiðhyltingum í Iceland Express-deildinni í körfubolta næsta vetur en hann hafði áður talið talsvert meiri líkur en minni á að hann myndi hætta eftir síðasta tímabil. „Ég hélt alltaf smá glugga opnum með að halda áfram og þó svo að ég hafi lagt þetta upp með að það væri 99 prósenta líkur á því að ég myndi hætta, þá getur eitt prósent nú reyndar oft verið drjúgt. Það gekk náttúrulega vel hjá liðinu á síðasta tímabili og hópurinn er að mestu leyti óbreyttur núna og menn vilja gera enn betur í vetur," sagði Eiríkur. „Síðasti vetur einkenndist reyndar líka af leiðinlegum meiðslum hjá mér og ég held að ég muni ekki pína mig til þess að spila meiddur aftur í vetur. Ég vonast auðvitað til þess að sleppa við öll meiðsli en maður veit aldrei með það." Eiríkur mun taka að sér hlutverk aðstoðarþjálfara liðsins við hlið þjálfarans Jóns Arnars Ingvarssonar. „Ég er mjög ánægður með að fá að vinna með Jóni Arnari líka á þessum grundvelli og ég er hrifinn af honum sem þjálfara og hans hugmyndafræði í þjálfuninni. Þetta verður smá nýbreytni og það er spennandi að þurfa að horfa á þetta með öðrum augum en bara sem leikmaður. Þetta er ef til vill líka ákveðið prufuskref hjá mér þar sem ég hef aldrei komið að þjálfun áður, hvorki á þessu stigi né heldur í yngri flokkum," sagði Eiríkur sem er ekki smeykur við að sameina störfin tvö, starf leikmannsins og aðstoðarþjálfarans. „Ætli maður muni nú ekki sinna báðum störfum mjög vel, það þýðir ekkert að slá slöku við. Maður er náttúrulega fyrirmynd fyrir hina, ungu pungana í liðinu. Annars gæti ég náttúrulega, stöðu minnar vegna sem aðstoðarþjálfari, stýrt æfingunum hjá mér þannig að maður sleppi við einhverjar púlæfingar og svoleiðis. Gæti til dæmis tilkynnt Jóni Arnari þegar sprettirnir byrja, að þetta sé nú komið gott hjá mér í dag," sagði Eiríkur á léttum nótum. Dominos-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Hinn gamalreyndi Eiríkur Önundarson, 33 ára körfuboltakappi úr ÍR, hefur ákveðið að leika áfram með Breiðhyltingum í Iceland Express-deildinni í körfubolta næsta vetur en hann hafði áður talið talsvert meiri líkur en minni á að hann myndi hætta eftir síðasta tímabil. „Ég hélt alltaf smá glugga opnum með að halda áfram og þó svo að ég hafi lagt þetta upp með að það væri 99 prósenta líkur á því að ég myndi hætta, þá getur eitt prósent nú reyndar oft verið drjúgt. Það gekk náttúrulega vel hjá liðinu á síðasta tímabili og hópurinn er að mestu leyti óbreyttur núna og menn vilja gera enn betur í vetur," sagði Eiríkur. „Síðasti vetur einkenndist reyndar líka af leiðinlegum meiðslum hjá mér og ég held að ég muni ekki pína mig til þess að spila meiddur aftur í vetur. Ég vonast auðvitað til þess að sleppa við öll meiðsli en maður veit aldrei með það." Eiríkur mun taka að sér hlutverk aðstoðarþjálfara liðsins við hlið þjálfarans Jóns Arnars Ingvarssonar. „Ég er mjög ánægður með að fá að vinna með Jóni Arnari líka á þessum grundvelli og ég er hrifinn af honum sem þjálfara og hans hugmyndafræði í þjálfuninni. Þetta verður smá nýbreytni og það er spennandi að þurfa að horfa á þetta með öðrum augum en bara sem leikmaður. Þetta er ef til vill líka ákveðið prufuskref hjá mér þar sem ég hef aldrei komið að þjálfun áður, hvorki á þessu stigi né heldur í yngri flokkum," sagði Eiríkur sem er ekki smeykur við að sameina störfin tvö, starf leikmannsins og aðstoðarþjálfarans. „Ætli maður muni nú ekki sinna báðum störfum mjög vel, það þýðir ekkert að slá slöku við. Maður er náttúrulega fyrirmynd fyrir hina, ungu pungana í liðinu. Annars gæti ég náttúrulega, stöðu minnar vegna sem aðstoðarþjálfari, stýrt æfingunum hjá mér þannig að maður sleppi við einhverjar púlæfingar og svoleiðis. Gæti til dæmis tilkynnt Jóni Arnari þegar sprettirnir byrja, að þetta sé nú komið gott hjá mér í dag," sagði Eiríkur á léttum nótum.
Dominos-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum