
Viðskipti erlent
Hlutabréf beggja vegna núllsins

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum enduðu beggja vegna núllsins á fyrsta viðskiptdegi nýs mánaðar. Eins og fram kom á föstudag var október einn versti mánuður sem bandarískir fjárfestar hafa séð síðan í október fyrir 21 ári síðan. Mestu munar um þróun mála í dag er að framleiðni dróst verulega saman á milli mánaða í október. Skiptir þar máli að dregið hefur úr eftirspurn jafnt innan Bandaríkjanna og utan landssteina, þ.e. hjá helstu viðskiptalöndum. . Samdátturinn hefur ekki verið meiri í 26 ár, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,06 prósent en Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,31 prósent.