Martröð í Ráðhúsinu Jón Kaldal skrifar 8. ágúst 2008 00:01 Það þarf ekki að koma á óvart að fjórði meirihlutinn verði myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur áður en þetta kjörtímabil er úti. Óvinsældir núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar eru sögulegar. Engin teikn eru á lofti um að þar sé breytinga að vænta. Þvert á móti er stjórnunarstíll borgarstjóra af því tagi að sjálfstæðismenn munu þurfa að halda áfram að ræsa út slökkvilið sitt með reglulegu millibili á meðan á samstarfinu við hann stendur. Rétt um tvö hundruð dagar eru nú liðnir frá því að Sjálfstæðisflokkurinn leiddi Ólaf í stól borgarstjóra. Það þarf ekki mikla innsýn í taflmennsku stjórnmálanna til að gera sér í hugarlund að sjálfstæðismenn hafi reiknað með að Ólafi myndi þykja svo vænt um stólinn og keðjuna að hann yrði þeim leiðitamur við stjórn borgarinnar. Annað hefur heldur betur komið á daginn. Ólafur hefur ítrekað tekið af allan vafa um að hann á sig sjálfur og hefur ekki sýnt nokkurn vilja til að gera málamiðlanir um stefnumál sín. Ólafur er örugglega mun klókari stjórnmálamaður en samherjar og andstæðingar hans ætla honum. Hann metur greinilega stöðuna á þá leið að hann hafi hreðjatak á Sjálfstæðisflokknum í borginni. Ástæðan er einföld. Þegar sjálfstæðismenn snöruðu Ólafi úr Tjarnarkvartettinum lögðu þeir tilveru sína í hendur honum út kjörtímabilið. Í fyrsta lagi vegna þess að með þeim gjörningi gengu þeir svo fram af öðrum flokkum í borginni að þar yrði ekki komið að opnum dyrum um mögulegt samstarf. Í öðru lagi, og umfram allt, gæti Sjálfstæðisflokkurinn ekki sýnt það fádæma ábyrgðarleysi að hafa frumkvæðið að myndun þriggja meirihluta á einu kjörtímabili. Eins og málin hafa hins vegar þróast gæti það þó verið skárri kostur en að halda núverandi samstarfi áfram. Í nýrri skoðanakönnun Capacent, fyrir fréttastofu Stöðvar 2, kemur fram að einungis 28,5 prósent borgarbúa styðja flokkana sem mynda meirihlutann. Ef kosið yrði nú fengju Samfylkingin og Vinstri græn um 70 prósent atkvæða. Ólafur og Sjálfstæðisflokkur myndu sem sagt gjalda afhroð. En það myndi Framsóknarflokkurinn líka gera og sá möguleiki hlýtur að opna sprungur í þá miklu samstöðu sem flokkarnir í minnihlutanum hafa sýnt hingað til. Framsóknarflokkurinn nýtur hrakfara meirihlutans á engan hátt ólíkt hinum flokkunum í minnihlutanum. Þegar svo er komið hlýtur fulltrúi flokksins, Óskar Bergsson, að hugleiða ásamt baklandi sínu, hvort hann hafi ekki allt að vinna með að komast í borgarstjórn. Verða riddarinn á hvíta hestinum sem kemur á ró í ráðhúsinu, svo borgarbúar geti andað léttar. Óskar og Framsóknarflokkurinn hafa að minnsta kosti engu að tapa. Sjálfstæðisflokkurinn, varla heldur. Innan raða hans er mikill áhugi á að koma áformum um Bitruvirkjun aftur á koppinn. Þar er komið kjörið mál til að láta brjóta á. Óskar er yfirlýstur stuðningsmaður Bitruvirkjunar. Borgarstjóri andstæðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Skoðun Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að koma á óvart að fjórði meirihlutinn verði myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur áður en þetta kjörtímabil er úti. Óvinsældir núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar eru sögulegar. Engin teikn eru á lofti um að þar sé breytinga að vænta. Þvert á móti er stjórnunarstíll borgarstjóra af því tagi að sjálfstæðismenn munu þurfa að halda áfram að ræsa út slökkvilið sitt með reglulegu millibili á meðan á samstarfinu við hann stendur. Rétt um tvö hundruð dagar eru nú liðnir frá því að Sjálfstæðisflokkurinn leiddi Ólaf í stól borgarstjóra. Það þarf ekki mikla innsýn í taflmennsku stjórnmálanna til að gera sér í hugarlund að sjálfstæðismenn hafi reiknað með að Ólafi myndi þykja svo vænt um stólinn og keðjuna að hann yrði þeim leiðitamur við stjórn borgarinnar. Annað hefur heldur betur komið á daginn. Ólafur hefur ítrekað tekið af allan vafa um að hann á sig sjálfur og hefur ekki sýnt nokkurn vilja til að gera málamiðlanir um stefnumál sín. Ólafur er örugglega mun klókari stjórnmálamaður en samherjar og andstæðingar hans ætla honum. Hann metur greinilega stöðuna á þá leið að hann hafi hreðjatak á Sjálfstæðisflokknum í borginni. Ástæðan er einföld. Þegar sjálfstæðismenn snöruðu Ólafi úr Tjarnarkvartettinum lögðu þeir tilveru sína í hendur honum út kjörtímabilið. Í fyrsta lagi vegna þess að með þeim gjörningi gengu þeir svo fram af öðrum flokkum í borginni að þar yrði ekki komið að opnum dyrum um mögulegt samstarf. Í öðru lagi, og umfram allt, gæti Sjálfstæðisflokkurinn ekki sýnt það fádæma ábyrgðarleysi að hafa frumkvæðið að myndun þriggja meirihluta á einu kjörtímabili. Eins og málin hafa hins vegar þróast gæti það þó verið skárri kostur en að halda núverandi samstarfi áfram. Í nýrri skoðanakönnun Capacent, fyrir fréttastofu Stöðvar 2, kemur fram að einungis 28,5 prósent borgarbúa styðja flokkana sem mynda meirihlutann. Ef kosið yrði nú fengju Samfylkingin og Vinstri græn um 70 prósent atkvæða. Ólafur og Sjálfstæðisflokkur myndu sem sagt gjalda afhroð. En það myndi Framsóknarflokkurinn líka gera og sá möguleiki hlýtur að opna sprungur í þá miklu samstöðu sem flokkarnir í minnihlutanum hafa sýnt hingað til. Framsóknarflokkurinn nýtur hrakfara meirihlutans á engan hátt ólíkt hinum flokkunum í minnihlutanum. Þegar svo er komið hlýtur fulltrúi flokksins, Óskar Bergsson, að hugleiða ásamt baklandi sínu, hvort hann hafi ekki allt að vinna með að komast í borgarstjórn. Verða riddarinn á hvíta hestinum sem kemur á ró í ráðhúsinu, svo borgarbúar geti andað léttar. Óskar og Framsóknarflokkurinn hafa að minnsta kosti engu að tapa. Sjálfstæðisflokkurinn, varla heldur. Innan raða hans er mikill áhugi á að koma áformum um Bitruvirkjun aftur á koppinn. Þar er komið kjörið mál til að láta brjóta á. Óskar er yfirlýstur stuðningsmaður Bitruvirkjunar. Borgarstjóri andstæðingur.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun