Dúettinn Pikknikk, sem er skipaður parinu Þorsteini Einarsyni úr Hjálmum og Sigríði Eyþórsdóttur, hefur gefið út plötuna Galdur. Útgáfufyrirtækið Kimi Records dreifir plötunni sem hefur að geyma túlkun þeirra á blússkotinni þjóðlagatónlist.
Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða haldnir í Fríkirkjunni kl 21 í kvöld og er miðaverð 500 krónur. Miðar verða seldir við innganginn og verður platan á tilboðsverði. Nálgast má frekari upplýsingar um Pikknikk á heimasíðunni www.myspace.com/pikknikk.
Pikknikk spilar í Fríkirkjunni
