Gunnar Nelson rotaði andstæðing sinn í Kaupmannahöfn 7. september 2008 16:58 Íslenski bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson gerði sér lítið fyrir og rotaði andstæðing sinn, hinn reynda brasilíska bardagakappa Iran Mascarenhas, í lok annarrar lotu á Adrenalínmótinu í blönduðum bardagaíþróttum í Kaupmannhöfn í gærkvöldi. Iran sem er þrítugur að aldri, og hefur verið þjálfari hjá einum stærsta bardagaíþróttaklúbbi Danmerkur um nokkurra ára skeið, var talinn mun sigurstranglegri af dönskum fjölmiðlum auk þess að vera á heimavelli. Íslendingurinn ungi vann dönsku íþróttahöllina á sitt band með frábærri frammistöðu og fjöldi Dana tóku undir með rúmlega 20-30 Íslendingum sem voru komnir til að styðja Gunnar og hvöttu hann óspart með því að hrópa nafn hans og Íslands til skiptist. Íslendingarnir sem voru í bolum sérmerktum Gunnari settu mikinn svip á keppnina og þegar Gunnar rotaði andstæðing sinn ætlaði allt um koll að keyra í höllinni. Fyrri lota bardagans var mjög jöfn en það hefur væntanlega hrætt brasilíska reynsluboltann, þar sem hann sat og kastaði mæðinni eftir lotuna, að sjá að Íslendingurinn ungi settist ekki einu niður milli lota heldur stóð keikur í horninu og beið eftir því að fá að fara aftur inn í bardagann. Í annarri lotu hafði Gunnar algjöra yfirburði og lét hverja fléttuna á fætur annarri dynja á andstæðingi sínum. Í lok lotunnar hrakti hann síðan Brasilíumanninn út í horn og rotaði hann með glæsilegri boxfléttu. Með sigrinum ávann Gunnar sér rétt til að berjast um Adrenalínbeltið í veltivigt við núverandi meistara, Norðmanninn Simeon Thoresen. Þetta var sjötti atvinnumannabardagi Gunnars sem er ósigraður á ferlinum. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Íslenski bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson gerði sér lítið fyrir og rotaði andstæðing sinn, hinn reynda brasilíska bardagakappa Iran Mascarenhas, í lok annarrar lotu á Adrenalínmótinu í blönduðum bardagaíþróttum í Kaupmannhöfn í gærkvöldi. Iran sem er þrítugur að aldri, og hefur verið þjálfari hjá einum stærsta bardagaíþróttaklúbbi Danmerkur um nokkurra ára skeið, var talinn mun sigurstranglegri af dönskum fjölmiðlum auk þess að vera á heimavelli. Íslendingurinn ungi vann dönsku íþróttahöllina á sitt band með frábærri frammistöðu og fjöldi Dana tóku undir með rúmlega 20-30 Íslendingum sem voru komnir til að styðja Gunnar og hvöttu hann óspart með því að hrópa nafn hans og Íslands til skiptist. Íslendingarnir sem voru í bolum sérmerktum Gunnari settu mikinn svip á keppnina og þegar Gunnar rotaði andstæðing sinn ætlaði allt um koll að keyra í höllinni. Fyrri lota bardagans var mjög jöfn en það hefur væntanlega hrætt brasilíska reynsluboltann, þar sem hann sat og kastaði mæðinni eftir lotuna, að sjá að Íslendingurinn ungi settist ekki einu niður milli lota heldur stóð keikur í horninu og beið eftir því að fá að fara aftur inn í bardagann. Í annarri lotu hafði Gunnar algjöra yfirburði og lét hverja fléttuna á fætur annarri dynja á andstæðingi sínum. Í lok lotunnar hrakti hann síðan Brasilíumanninn út í horn og rotaði hann með glæsilegri boxfléttu. Með sigrinum ávann Gunnar sér rétt til að berjast um Adrenalínbeltið í veltivigt við núverandi meistara, Norðmanninn Simeon Thoresen. Þetta var sjötti atvinnumannabardagi Gunnars sem er ósigraður á ferlinum.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira