Erlent

Mammútar í Síberíu komu frá Norður-Ameríku

Vísindamenn hafa uppgvötvað að mammútar í Síberíu komu þangað að öllum líkindum frá Norður-Ameríku. Þetta er byggt á umfangsmiklum DNA-rannsóknum.

Rannsóknum þessum var stjórnað af prófessor Hendrik Poinar við McMaster-háskólann í Kanada. Hann segir í samtali við BBC að DNA-sýnum hafi verið safnað saman úr velvarðveittum mammútum frá því fyrir allt að 40.000 árum síðan. Sýnin voru tekin úr mammútum í Ameríku, Evrópu og Asíu.

Það hefur áður verið talið að möguleikar hafi verið á þvi að Ísaldar-mammútar í Síberíu hafi komið þangað frá Ameríku og fyrrgreindar rannsóknir styðja þá kenningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×