Lífið

Vefsíða fyrir soninn varð viðskiptatækifæri

Hugmyndin kviknaði hjá íslenskum föður sem bjó til síðu fyrir frumburðinn.
Hugmyndin kviknaði hjá íslenskum föður sem bjó til síðu fyrir frumburðinn.

„Upphaflega varð vefurinn til vegna þess að ég bjó til síðu fyrir litla strákinn minn," segir Stígur Þórhallsson forritari og eigandi ljósmyndavefsins 123.is sem er vefkerfi fyrir fólk sem kýs að halda úti vefsíðu með áherslu á að geyma myndir þegar Vísir forvitnast hvernig hugmyndin kviknaði.

 

„Kostir 123.is er að þar getur fólk geymt allar fjölskyldumyndirnar á öruggum stað. Til dæmis ef harður diskur hrynur eða eldur kemur upp og eyðileggur frumrit mynda þá er gott að eiga afrit af myndunum á öðrum stað eins og hjá okkur."

 

Hækka gjöldin hjá þér samhliða efnahagsástandinu? „Nei, 123.is hefur aldrei hækkað verðið. Það er sama verð og þegar 123.is opnaði 7.júlí 2005. Við ætlum að halda í gamla verðið og gera okkar til að halda verðbólgunni niðri. Geri aðrir betur," segir Stígur að lokum.

 

 

Skoða ljósmyndavefinn hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.