Erlent

Ekki það sem Obama óskaði sér

Óli Tynes skrifar
Nokkuð veður var gert útaf því þegar Obama var myndaður með vefjarhött í heimsókn til Afríku.
Nokkuð veður var gert útaf því þegar Obama var myndaður með vefjarhött í heimsókn til Afríku.

Fidel Castro lýsti því yfir í grein sem hann skrifaði í gær að Barack Obama væri hæfastur þeirra frambjóðenda sem sækjast eftir forsetaembættinu í Bandaríkjunum.

Castro hefur undanfarið verið duglegur við að skrifa greinar í blaðið Granma, sem er ríkisrekið.

Þetta er kannski ekki alveg það sem Obama var að vonast eftir. Hann á þegar í vandræðum með utanríkismálin í kosningabaráttu sinni.

Bæði Hillary Clinton og John McCain hafa núið honum reynsluleysi um nasir.

Og ekki bætti úr skák þegar Hamas samtökin lýstu stuðningi við framboð hans.

Hamas eru í Bandaríkjunum skilgreind sem hryðjuverkasamtök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×