Íslenski boltinn

Stefán í byrjunarliðinu - Grétar Rafn ekki með

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson verður ekki með íslenska landsliðinu í kvöld vegna meiðsla.
Grétar Rafn Steinsson verður ekki með íslenska landsliðinu í kvöld vegna meiðsla. Mynd/Daníel

Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Wales á Laugardalsvellinum í kvöld. Grétar Rafn Steinsson hefur þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Bjarni Ólafur Eiríksson dró sig úr hópnum í gær og var Birkir Már Sævarsson valinn í hans stað. Í morgun kom endanlega í ljós að Grétar Rafn gæti ekki spilað vegna meiðsla og var Heimir Einarsson, leikmaður ÍA, kallaður í hópinn í hans stað.

Athygli vekur að Stefán Þór Þórðarson, leikmaður ÍA, er í byrjunarliði Íslands í kvöld en sex byrjunarliðsmannanna í kvöld leika ekki á Íslandi.

Byrjunarliðið (4-5-1):

Markvörður: Kjartan Sturluson

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson



Vinstri bakvörður
: Indriði Sigurðsson

Miðverðir: Kristján Örn Sigurðsson, fyrirliði og Atli Sveinn Þórarinsson

Tengiliðir: Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson

Sóknartengiliður: Pálmi Rafn Pálmason



Hægri kantur
: Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson

Framherji: Stefán Þórðarson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×