Íslenski boltinn

Toshack: Íslensku leikmennirnir gáfust aldrei upp

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Toshack, landsliðsþjálfari Wales.
John Toshack, landsliðsþjálfari Wales. Nordic Photos / Getty Images
John Toshack, landsliðsþjálfari Wales, taldi að jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit á Laugardalsvellinum í kvöld.

Ísland tapaði í kvöld fyrir Wales í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum, 1-0, með marki Ched Evans í lok fyrri hálfleiks.

„Fyrstu 20-25 mínúturnar vorum við næstbestir inn á vellinum og heimamenn áttu skilið að komast yfir. Ísland misnotaði nokkur góð færi á þessum kafla."

„Okkar leikmenn voru margir hverjir ekki í góðu formi og það sýndi sig í byrjun leiksins. Svo kom markið gegn gangi leiksins og þá fór betur um okkar menn. En þegar við þurftum að verjast fannst mér við gera það mjög vel. Það er alltaf erfitt að spila á útivelli og því er ég mjög ánægður með sigurinn."

„En mér fannst íslensku leikmennirnir gefa allt sem þeir áttu í leikinn. Þetta eru agaðir leikmenn sem hengdu aldrei haus. Við vissum vel að það sem þessa leikmenn skorti í tækni myndu þeir bæta upp með elju sinni. Þeir áttu skilið að fá jafntefli í þessum leik."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×