Viðskipti erlent

Sjálfstæður atvinnurekandi - eða ríkur?

Sjálfstæðir atvinnurekendur eru líklegri í úrtaki skattayfirvalda í Bandaríkjunum.
Sjálfstæðir atvinnurekendur eru líklegri í úrtaki skattayfirvalda í Bandaríkjunum. MYND/Getty Images

Þeir Bandaríkjamenn sem vinna fyrir sjálfan sig, eða þéna meira en eina milljón bandaríkjadala, 65 milljónir íslenskra króna, á ári, eru líklegri til að verða skoðaðir sérstaklega af ríkisskattstofu Bandaríkjanna en aðrir Bandaríkjamenn.

Samkvæmt heimildum Wall Street Journal er ríkisskattstjóri Bandaríkjanna að auka eftirlit með þeim sem hafa yfir 100 þúsund dali í tekjur á ári (6,5 milljónir króna). En sérstaklega þeirra sem hafa meira en milljón bandaríkjadali í árstekjur. Skattstofan mun einnig skoða betur skattskýrslur þeirra sem eru skráðir í vinnu hjá eigin fyrirtæki. Rannsóknir embættisins sýna að helstu misbrestir í skattframtölum finnist hjá slíkum aðilum.

Þá er sérstök athygli á þá sem eiga í sameignarfélögum eða félögum með hámark fimm eigendum sem njóta sama lagalega réttar og hlutafélög en eru skattlögð eins og sameignarfélög.

Á síðasta ári voru 1,4 milljón skattframtöl yfirfarin. Það var sjö prósenta fjölgun frá fyrra ári og hæsta tala yfirfarinna framtala frá árinu 1997. Búist er við að fleiri framtöl verði yfirfarin í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×