Viðskipti erlent

Búast við samþykki Yahoo tilboðsins

Bandarískir stjórnmálamenn hittast seinna í vikunni til að ræða tilboð Microsoft í Yahoo. Stjórn Yahoo veltir nú fyrir sér 44,6 milljarða dollara tilboðinu en nefnd á vegum þingsins segir að hún muni grandskoða tilboðið 8. febrúar næstkomandi.

Nefndarmenn dómaranefndar þingsins segja að hvaða sala sem væri í Yahoo myndi vekja upp spurningar um samkeppnisstöðu.

Evrópsk yfirvöld segjast munu gefa tilboðinu sanngjarna meðferð.

Bandarísku þingmennirnir John Conyers og Lamar Smith segja að tilboðið myndi sannarlega leiða til stærsta tæknilega samruna til þessa. Erfitt sé að átta sig á því hvernig yfirvöld geti hafnað því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×