Velta upp ábyrgð fjölmiðla í sorgarsögu Britney Spears 3. febrúar 2008 19:50 Fjölmiðlafárið í kringum Britney spears fer út fyrir öll eðlileg mörk eins og þegar hún var flutt á sjúkrahús til geðrannsóknar skömmu eftir áramót. MYND/AFP Vandamál Britney Spears sem fjölmiðlar hafa velt sér upp úr hafa vakið upp umræðu um hversu ábyrg songkonan sjálf er og hver hlutur ágengra fjölmiðla er. Á meðan líf Spears er nánast í frjálsu falli hafa fjölmiðlar sýnt litla miskunn. Þeir skýra frá hverju atvikinu á fætur öðru þar sem söngkonan ræðst að ljósmyndurum, þeir greina frá hversu mikið hún hefur lést eða þyngst eða hversdagslegum ferðum hennar utan heimilis. Breskur ljósmyndari hefur sagt upp störfum hjá ljósmyndafyrirtæki sem sérhæfir sig í myndum af fræga fólkinu. Það gerði hann vegna þess að hann var svo áhyggjufullur yfir því að papparassarnir myndu að lokum ganga að henni dauðri. Nick Stern segir að ekki sé óvanalegt að 20 til 30 bílar elti stjörnuna og það sé orðin viðtekin venja að bílar keyri á yfir 100 kílómetra hraða á vitlausum vegarhelmingi. "Ég var skelfingu lostinn yfir því hvernig þetta gengur fyrir sig. Þetta er svo ágengt. Það eru slagsmál, árekstrar og skorið á hjólbarða. Ég varð að segja eitthvað," sagði hann breska blaðinu Guardian. Almannatengslasérfræðingurinn Max Clifford segir þó að þörf Britney fyrir athygli fjölmiðla sé eins og þörf alkahólistans fyrir drykk. "Fjölmiðlar spiluðu stórt hlutverk til að gera hana að stjörnu og þeir eru í hringiðu þess þegar stjarnan fellur." Til eru þeir sem segja að Britney geti sjálfri sér um kennt, að hungur hennar í að vera í fjölmiðlum myndi alltaf koma aftan að henni. En Linda Papadopoulos sagði Sky fréttastofunni að Britney væri fórnarlamb en ekki sjálfsdýrkandi. "Sá sem elst upp undir nálarauga fjölmiðla hefur enga valkosti. Hann heldur að fjölmiðlar séu mikilvægasti hluti lífs síns. Hann kemur fram við fjölmiðla eins og persónu sem þarf að elska eða hata og á jafnvel í opinberum deilum við þá," sagði hún. Menning Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
Vandamál Britney Spears sem fjölmiðlar hafa velt sér upp úr hafa vakið upp umræðu um hversu ábyrg songkonan sjálf er og hver hlutur ágengra fjölmiðla er. Á meðan líf Spears er nánast í frjálsu falli hafa fjölmiðlar sýnt litla miskunn. Þeir skýra frá hverju atvikinu á fætur öðru þar sem söngkonan ræðst að ljósmyndurum, þeir greina frá hversu mikið hún hefur lést eða þyngst eða hversdagslegum ferðum hennar utan heimilis. Breskur ljósmyndari hefur sagt upp störfum hjá ljósmyndafyrirtæki sem sérhæfir sig í myndum af fræga fólkinu. Það gerði hann vegna þess að hann var svo áhyggjufullur yfir því að papparassarnir myndu að lokum ganga að henni dauðri. Nick Stern segir að ekki sé óvanalegt að 20 til 30 bílar elti stjörnuna og það sé orðin viðtekin venja að bílar keyri á yfir 100 kílómetra hraða á vitlausum vegarhelmingi. "Ég var skelfingu lostinn yfir því hvernig þetta gengur fyrir sig. Þetta er svo ágengt. Það eru slagsmál, árekstrar og skorið á hjólbarða. Ég varð að segja eitthvað," sagði hann breska blaðinu Guardian. Almannatengslasérfræðingurinn Max Clifford segir þó að þörf Britney fyrir athygli fjölmiðla sé eins og þörf alkahólistans fyrir drykk. "Fjölmiðlar spiluðu stórt hlutverk til að gera hana að stjörnu og þeir eru í hringiðu þess þegar stjarnan fellur." Til eru þeir sem segja að Britney geti sjálfri sér um kennt, að hungur hennar í að vera í fjölmiðlum myndi alltaf koma aftan að henni. En Linda Papadopoulos sagði Sky fréttastofunni að Britney væri fórnarlamb en ekki sjálfsdýrkandi. "Sá sem elst upp undir nálarauga fjölmiðla hefur enga valkosti. Hann heldur að fjölmiðlar séu mikilvægasti hluti lífs síns. Hann kemur fram við fjölmiðla eins og persónu sem þarf að elska eða hata og á jafnvel í opinberum deilum við þá," sagði hún.
Menning Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira