Lífið

Velta upp ábyrgð fjölmiðla í sorgarsögu Britney Spears

Fjölmiðlafárið í kringum Britney spears fer út fyrir öll eðlileg mörk eins og þegar hún var flutt á sjúkrahús til geðrannsóknar skömmu eftir áramót.
Fjölmiðlafárið í kringum Britney spears fer út fyrir öll eðlileg mörk eins og þegar hún var flutt á sjúkrahús til geðrannsóknar skömmu eftir áramót. MYND/AFP

 

Vandamál Britney Spears sem fjölmiðlar hafa velt sér upp úr hafa vakið upp umræðu um hversu ábyrg songkonan sjálf er og hver hlutur ágengra fjölmiðla er.

Á meðan líf Spears er nánast í frjálsu falli hafa fjölmiðlar sýnt litla miskunn. Þeir skýra frá hverju atvikinu á fætur öðru þar sem söngkonan ræðst að ljósmyndurum, þeir greina frá hversu mikið hún hefur lést eða þyngst eða hversdagslegum ferðum hennar utan heimilis.

Breskur ljósmyndari hefur sagt upp störfum hjá ljósmyndafyrirtæki sem sérhæfir sig í myndum af fræga fólkinu. Það gerði hann vegna þess að hann var svo áhyggjufullur yfir því að papparassarnir myndu að lokum ganga að henni dauðri.

Nick Stern segir að ekki sé óvanalegt að 20 til 30 bílar elti stjörnuna og það sé orðin viðtekin venja að bílar keyri á yfir 100 kílómetra hraða á vitlausum vegarhelmingi.

"Ég var skelfingu lostinn yfir því hvernig þetta gengur fyrir sig. Þetta er svo ágengt. Það eru slagsmál, árekstrar og skorið á hjólbarða. Ég varð að segja eitthvað," sagði hann breska blaðinu Guardian.

Almannatengslasérfræðingurinn Max Clifford segir þó að þörf Britney fyrir athygli fjölmiðla sé eins og þörf alkahólistans fyrir drykk.

"Fjölmiðlar spiluðu stórt hlutverk til að gera hana að stjörnu og þeir eru í hringiðu þess þegar stjarnan fellur."

Til eru þeir sem segja að Britney geti sjálfri sér um kennt, að hungur hennar í að vera í fjölmiðlum myndi alltaf koma aftan að henni.

En Linda Papadopoulos sagði Sky fréttastofunni að Britney væri fórnarlamb en ekki sjálfsdýrkandi.

"Sá sem elst upp undir nálarauga fjölmiðla hefur enga valkosti. Hann heldur að fjölmiðlar séu mikilvægasti hluti lífs síns. Hann kemur fram við fjölmiðla eins og persónu sem þarf að elska eða hata og á jafnvel í opinberum deilum við þá," sagði hún.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.