Viðskipti erlent

Bankarnir taka lyklavöldin af Merckle

Höfuðstöðvar Merckle í Ulm í suðurhluta Þýskaland. Bankar og aðrir lánadrottnar fyrirtækisins hafa nú lyklavöldin þar innandyra.
Höfuðstöðvar Merckle í Ulm í suðurhluta Þýskaland. Bankar og aðrir lánadrottnar fyrirtækisins hafa nú lyklavöldin þar innandyra. Mynd/AP

Þýski milljarðamæringurinn Adolf Merckle hefur látið lyklavöldin á fyrirtækjasamstæðum sínum hendur viðskiptabanka fyrirtækisins. Ástæðan er skuldafen sem fyrirtækið sök í eftir að það reyndi að skortselja hlutabréf í Volkswagen.

Að sögn viðskiptadagblaðsins Financial Times náði Merckle samkomulagi við viðskiptabanka fyrirtækisins, sem eru fimm talsins, og rúmlega 40 lánadrottna á miðvikudagskvöld.

Á meðal fyrirtækja undir hatti Merckle-fjölskyldunnar eru sementsframleiðandinn HeidelbergerCement, lyfjaheildsalan Phoenix og samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Þá eru ótaldir misstórir hlutir í 117 öðrum fyrirtækjum.

Blaðið hefur ennfremur heimildir fyrir því að svo kunni að fara að lánadrottnar Merckle-fjölskyldunnar selji eignir hennar til að grynnka á skuldafeninu.

Áður hefur verið greint frá því að Ratiopharm kunni að vera selt. Verði það raunin geti það truflað hugsanlega sölu á Actavis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×