HAM stækkar punginn 15. maí 2008 00:01 Það er sjaldan lognmolla þegar HAM er á sviðinu. Rokkhátíðin Eistnaflug verður haldin í fjórða sinn á Norðfirði helgina 10.-13. júlí. „Pungurinn á hátíðinni stækkaði allverulega þegar HAM skrifaði undir," segir Stefán Magnússon, sundkennari og skipuleggjandi Eistnaflugs. „Þá vöknuðu margir enda er HAM náttúrlega besta hljómsveit í heimi." HAM endar Eistnaflugið en á undan verða Brain Police, Forgarður helvítis, Sagtmóðígur, Mammút, Æla og fjölmargar aðrar hljómsveitir búnar að ljúka sér af. Þetta verða einu tónleikar HAM á þessu ári, en sveitin fer sparlega með sig þessi misserin og lék til að mynda bara einu sinni í fyrra, á Aldrei fór ég suður á Ísafirði. „Svo verður þarna hljómsveitin Contradiction, eldgömul þýsk trash metal-öskurapahljómsveit," segir Stefán. Hann segir hátíðina aldrei hafa verið veglegri en í ár. „Við höldum ótrauð áfram enda verður haldið upp á fimm ára afmæli hátíðarinnar á næsta ári. Við erum farin að finna fyrir áhuga erlendis frá. Norska black metal-sveitin Mayhem hefur til dæmis sýnt áhuga og vill spila að ári. Ég er nú ekki viss um að maður leggi í að fá þá. Þeir eru jú þekktastir fyrir að brenna kirkjur, morð og alls konar rugl." Mikið verður um dýrðir í tónleikahaldi á Austfjörðum í júlí því helgina eftir Eistnaflug er komið að hinni árlegu LungA-hátíð á Seyðisfirði. Einni viku síðar er svo röðin komin að stórtónleikum á Borgarfirði eystri þar sem Damien Rice, Emilíana Torrini og fleiri koma fram. Austfirðir rokka því feitt í júlí. Aldrei fór ég suður Eistnaflug Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Rokkhátíðin Eistnaflug verður haldin í fjórða sinn á Norðfirði helgina 10.-13. júlí. „Pungurinn á hátíðinni stækkaði allverulega þegar HAM skrifaði undir," segir Stefán Magnússon, sundkennari og skipuleggjandi Eistnaflugs. „Þá vöknuðu margir enda er HAM náttúrlega besta hljómsveit í heimi." HAM endar Eistnaflugið en á undan verða Brain Police, Forgarður helvítis, Sagtmóðígur, Mammút, Æla og fjölmargar aðrar hljómsveitir búnar að ljúka sér af. Þetta verða einu tónleikar HAM á þessu ári, en sveitin fer sparlega með sig þessi misserin og lék til að mynda bara einu sinni í fyrra, á Aldrei fór ég suður á Ísafirði. „Svo verður þarna hljómsveitin Contradiction, eldgömul þýsk trash metal-öskurapahljómsveit," segir Stefán. Hann segir hátíðina aldrei hafa verið veglegri en í ár. „Við höldum ótrauð áfram enda verður haldið upp á fimm ára afmæli hátíðarinnar á næsta ári. Við erum farin að finna fyrir áhuga erlendis frá. Norska black metal-sveitin Mayhem hefur til dæmis sýnt áhuga og vill spila að ári. Ég er nú ekki viss um að maður leggi í að fá þá. Þeir eru jú þekktastir fyrir að brenna kirkjur, morð og alls konar rugl." Mikið verður um dýrðir í tónleikahaldi á Austfjörðum í júlí því helgina eftir Eistnaflug er komið að hinni árlegu LungA-hátíð á Seyðisfirði. Einni viku síðar er svo röðin komin að stórtónleikum á Borgarfirði eystri þar sem Damien Rice, Emilíana Torrini og fleiri koma fram. Austfirðir rokka því feitt í júlí.
Aldrei fór ég suður Eistnaflug Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira